Biblíulestur – 3. desember – 5Mós 34.1–12
Síðan gekk Móse frá Móabssléttu og á Nebófjall, upp á Pisgatind gegnt Jeríkó, og Drottinn sýndi honum allt landið: Gíleað allt til Dan, allt Naftalí, Efraímsland og Manasse, allt land Júda vestur að Miðjarðarhafi, Negeb og Jórdanardalinn, dalinn við Jeríkó, pálmaborgina allt til Sóar. Síðan sagði Drottinn við hann: „Þetta er landið sem ég hét Abraham, Ísak og Jakobi er ég sagði: Niðjum þínum gef ég það. Ég hef leyft þér að sjá það með eigin augum en þú munt ekki komast þangað yfir um.“
Móse, þjónn Drottins, andaðist þar í Móabslandi eins og Drottinn hafði sagt. Hann gróf hann í dalnum í Móabslandi gegnt Bet Peór. Enginn veit enn þann dag í dag hvar gröf hans er. Móse var hundrað og tuttugu ára þegar hann lést. Sjón hans hafði ekki daprast né heldur hafði þróttur hans þorrið.
Ísraelsmenn syrgðu Móse á Móabssléttu í þrjátíu daga. Þá lauk sorgartímanum eftir Móse.
Jósúa Núnsson var fullur vísdómsanda því að Móse hafði lagt hendur sínar yfir hann. Ísraelsmenn hlýddu honum og breyttu eftir því sem Drottinn hafði boðið Móse.
Annar eins spámaður og Móse kom aldrei aftur fram í Ísrael. Drottinn umgekkst hann augliti til auglitis. Minnist táknanna og stórmerkjanna sem Drottinn sendi hann til að gera í Egyptalandi gegn faraó, hirðmönnum hans og öllu landi hans. Hafið í huga allt sem hann vann með sinni sterku hendi, öll hin miklu og ógnvekjandi verk sem Móse vann í augsýn alls Ísraels.
Biblíulestur 16. mars – Hlj 2.1–10
Hvílíkum sorta hefur Drottinn í reiði sinni hulið dótturina Síon. Frá himni varpaði hann til jarðar vegsemd Ísraels og minntist ekki fótskarar sinnar á degi reiði sinnar. Vægðarlaust eyddi Drottinn [...]
Biblíulestur – 17. mars – Jóh 6.16–29
Þegar kvöld var komið fóru lærisveinar Jesú niður að vatninu, stigu út í bát og lögðu af stað yfir um vatnið til Kapernaúm. Myrkur var skollið á og Jesús var [...]
Biblíulestur 15. mars – Jóh 6.47–51
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir hefur eilíft líf. Ég er brauð lífsins. Feður ykkar átu manna í eyðimörkinni en þeir dóu. Þetta er brauðið sem niður stígur [...]
Biblíulestur – 16. mars – Matt 15.21–28
Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af [...]
Biblíulestur 14. mars – Slm 118.1–14
Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Það mæli Ísrael því að miskunn hans varir að eilífu. Það mæli Arons ætt því að [...]
Biblíulestur – 15. mars – Slm 95.1–11
Komið, fögnum fyrir Drottni, látum gleðióp gjalla fyrir kletti hjálpræðis vors. Göngum fyrir auglit hans með þakkargjörð, syngjum gleðiljóð fyrir honum. Því að Drottinn er mikill Guð og mikill konungur [...]