Daglegur lestur2025-11-23T00:01:48+00:00

Biblíulestur – 6. desember – Slm 109.16–20

sakir þess að hann gleymdi að sýna gæsku
en ofsótti hinn hrjáða og snauða
og hinn ráðþrota til þess að drepa hann.
Hann hafði ánægju af bölbænum,
þær bitni á honum sjálfum,
blessun gladdi hann ekki,
hún sé honum fjarri.
Hann íklæddist bölvuninni sem kufli,
hún þrengi sér í innyfli hans sem vatn
og í bein hans sem olía,
hún verði honum skikkja sem hylur hann,
belti er hann sífellt gyrðist.
Þetta séu laun hatursmanna minna frá Drottni,
þeirra sem sífellt rægja mig.

Biblíulestur 25. mars – Hlj 5.1–22

Minnstu þess, Drottinn, hvað hefur á oss dunið, lít þú á og sjá smán vora. Arfleifð vor er komin í hendur framandi manna, húsin í hendur útlendinga. Vér erum orðin [...]

Biblíulestur 24. mars – Hlj 4.1–22

Hversu blakkt er gullið orðið, umbreyttur málmurinn dýri, helgum steinum er sóað á öllum gatnamótum. Dýrmætir synir Síonar voru jafnvægir skíragulli, nú eru þeir lagðir að jöfnu við leirker, handaverk [...]

Biblíulestur 23. mars – Hlj 3.42–66

Vér höfum syndgað og verið óhlýðnir, þú hefur ekki fyrirgefið, þú sveipaðir þig reiði, ofsóttir oss og deyddir vægðarlaust. Þú sveipaðir þig skýi svo að engin bæn kemst í gegn. [...]

Fara efst