Biblíulestur – 12. desember – Ef 2.11–22
Þið skuluð því minnast þessa: Þið voruð upprunalega heiðingjar og kallaðir óumskornir af mönnum sem kalla sig umskorna og eru umskornir á holdi með höndum manna. Sú var tíðin er þið voruð án Krists, lokaðir úti frá þegnrétti Ísraelsmanna. Þið stóðuð fyrir utan sáttmálana og fyrirheit Guðs, vonlausir og guðvana í heiminum. Nú þar á móti eruð þið, sem eitt sinn voruð fjarlægir, nálægir orðnir í Kristi fyrir blóð hans. Því að hann er friður okkar. Hann gerði heiðingja og Ísraelsmenn að einum, hann reif niður vegginn sem skildi þá að, fjandskapinn milli þeirra. Með lífi sínu og dauða afmáði hann lögmálið með boðorðum þess og skipunum til þess að setja frið og skapa í sér einn nýjan mann úr báðum. Í einum líkama sætti hann þá báða við Guð með því að deyja á krossi þar sem hann deyddi fjandskapinn. Og hann kom og boðaði ykkur frið sem fjarlægir voruð, og frið hinum sem nálægir voru. Því að fyrir hans tilverknað getum við hvor tveggja nálgast föðurinn í einum anda.
Þess vegna eruð þið ekki framar gestir og útlendingar heldur eruð þið samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs. Þið eruð bygging sem hefur að grundvelli postulana og spámennina en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. Í honum tengist öll sú bygging saman, vex og verður heilagt musteri í Drottni. Með honum eruð einnig þið sambyggðir til andlegs bústaðar handa Guði.
Biblíulestur – 30. apríl – Jóh 9.13–23
Þeir fara til faríseanna með manninn sem áður var blindur. En þá var hvíldardagur þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans. Farísearnir spurðu hann nú líka hvernig hann [...]
Biblíulestur – 29. apríl – Jóh 9.1–12
Á leið sinni sá Jesús mann sem var blindur frá fæðingu. Lærisveinar hans spurðu hann: „Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“ Jesús svaraði: [...]
Biblíulestur – 28. apríl – Jóh 8.48–59
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“ Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en [...]
Biblíulestur – 27. apríl – Jóh 20.19–31
Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður [...]
Biblíulestur – 26. apríl – Okv 23.15–35
Sonur minn, verði hjarta þitt viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu og nýru mín fagna þegar varir þínar mæla það sem rétt er. Öfundaðu ekki syndara í hjarta [...]
Biblíulestur – 25. apríl – Jóh 8.31–47
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn [...]