Biblíulestur – Þriðji sunnudagur í aðventu 14. desember – Lúk 3.1–18
Á fimmtánda stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu en Heródes fjórðungsstjóri í Galíleu, Filippus, bróðir hans, í Ítúreu og Trakónítishéraði og Lýsanías í Abílene, í æðstapreststíð Annasar og Kaífasar, kom orð Guðs til Jóhannesar Sakaríasonar í óbyggðinni. Og hann fór um alla Jórdanbyggð og boðaði mönnum að taka sinnaskiptum og láta skírast til fyrirgefningar synda, eins og ritað er í bók Jesaja spámanns:
Rödd hrópanda í eyðimörk:
Greiðið veg Drottins,
gerið beinar brautir hans.
Öll gil skulu fyllast,
öll fell og hálsar jafnast,
bugður verða beinar
og óvegir sléttar götur.
Og allir munu sjá hjálpræði Guðs.
Við mannfjöldann, sem fór út til að láta hann skíra sig, sagði hann: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum og farið ekki að segja með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.“
Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“
En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“
Þá komu og tollheimtumenn til að skírast. Þeir sögðu við hann: „Meistari, hvað eigum við að gera?“
En hann sagði við þá: „Heimtið ekki meira en fyrir ykkur er lagt.“
Hermenn spurðu hann einnig: „En hvað eigum við að gera?“
Hann sagði við þá: „Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið ykkur nægja mála ykkar.“
Allir voru nú fullir eftirvæntingar og hugsuðu með sjálfum sér hvort Jóhannes kynni að vera Kristur. En Jóhannes svaraði öllum og sagði: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem mér er máttugri og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér til þess að gerhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“
Með mörgu öðru hvatti hann fólk og flutti því fagnaðarboðin.
Biblíulestur – 12. maí – 1Kor 14.22–40
Þannig er tungutalið tákn, ekki trúuðum heldur vantrúuðum. En spámannleg gáfa er ekki tákn vantrúuðum heldur trúuðum. Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum og inn kæmu [...]
Biblíulestur – 11. maí – Jóh 16.16–23
Innan skamms sjáið þér mig ekki lengur og aftur innan skamms munuð þér sjá mig.“ Þá sögðu nokkrir lærisveina hans sín á milli: „Hvað er hann að segja við okkur: [...]
Biblíulestur – 10. maí – Slm 100.1–5
Þakkarfórnarsálmur. Öll veröldin fagni fyrir Drottni. Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng. Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður [...]
Biblíulestur – 9. maí – 1Kor 14.1–21
Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir gáfum andans en einkum eftir spámannlegri gáfu. Því að sá sem talar tungum talar ekki við menn heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda [...]
Biblíulestur – 8. maí – 1Kor 13.1–13
Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla [...]
Biblíulestur – 7. maí – 1Kor 12.14–31
Því að líkaminn er ekki einn limur heldur margir. Ef fóturinn segði: „Fyrst ég er ekki hönd heyri ég ekki líkamanum til,“ þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. [...]