Biblíulestur – 1. október – 2Kor 12.11–21
Ég hef hagað mér eins og heimskingi. Þið hafið neytt mig til þess. Það voruð þið sem áttuð að mæla með mér. Því að í engu stóð ég hinum stórmiklu postulum að baki enda þótt ég sé ekki neitt. Ég gerði postulatákn á meðal ykkar af mikilli þrautseigju, tákn, undur og kraftaverk. Í hverju voruð þið sett lægra en hinir söfnuðirnir nema ef vera skyldi í því að ég sjálfur hef ekki verið ykkur til byrði? Fyrirgefið mér þennan órétt.
Þetta er nú í þriðja sinn að ég er ferðbúinn að koma til ykkar og ætla ég ekki að verða ykkur til byrði. Ég sækist ekki eftir eigum ykkar heldur ykkur sjálfum því að ekki eiga börnin að sjá fyrir foreldrunum heldur foreldrarnir fyrir börnunum. Ég er fús til að verja því sem ég á, já, leggja sjálfan mig í sölurnar fyrir ykkur. Elskið þið mig síður ef ég elska ykkur heitar? En látum svo að ég hafi ekki verið ykkur til byrði en samt verið slægur og veitt ykkur með brögðum. Hef ég notað nokkurn þeirra sem ég hef sent til ykkar til þess að hafa eitthvað af ykkur? Ég bað Títus að fara og sendi bróðurinn með honum. Hefur þá Títus haft eitthvað af ykkur? Komum við ekki fram í einum og sama anda? Fetuðum við ekki í sömu fótsporin?
Fyrir löngu eruð þið farin að halda að ég sé að verja mig gagnvart ykkur. Nei, ég beini orðum mínum til Guðs eins og þeir sem trúa á Krist. Allt er það ykkur til uppbyggingar, mín elskuðu. Þegar ég kem er ég hræddur um að mér muni þykja þið öðruvísi en ég óska og að ykkur muni þykja ég öðruvísi en þið óskið. Ég er hræddur um að þið kunnið að eiga í deilum og að öfund, reiði og eigingirni ríki meðal ykkar og menn móðgi og rægi hverjir aðra og séu hrokafullir og fullir ofstopa. Ég er hræddur um að Guð minn muni auðmýkja mig hjá ykkur þegar ég kem aftur og að ég muni hryggjast yfir mörgum þeirra sem áður hafa syndgað og ekki hafa snúið sér frá saurlífi, frillulífi og ólifnaði sem þeir hafa drýgt.
Biblíulestur – 21. febrúar – 1Mós 4.17–26
Kain kenndi konu sinnar og hún varð þunguð og fæddi Enok. Kain byggði borg og nefndi hana í höfuðið á Enok, syni sínum. Enok fæddist Írad. Írad gat Mehújael. Mehújael [...]
Biblíulestur – 20. febrúar – 1Mós 4.1–16
Adam kenndi Evu, konu sinnar. Hún varð þunguð og fæddi Kain og mælti: „Ég hef eignast sveinbarn með hjálp Drottins.“ Síðar fæddi hún Abel, bróður hans. Abel varð hjarðmaður en [...]
Biblíulestur – 19. febrúar – 1Mós 3.14–24
Þá sagði Drottinn Guð við höggorminn: Af því að þú gerðir þetta skaltu vera bölvaður meðal alls fénaðarins og meðal allra dýra merkurinnar. Á kviði þínum skaltu skríða og mold [...]
Biblíulestur – 18. febrúar – 1Mós 3.1–13
Höggormurinn var slóttugri en öll dýr merkurinnar sem Drottinn Guð hafði gert. Hann sagði við konuna: „Er það satt að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré [...]
Biblíulestur – 17. febrúar – 1Mós 2.4–25
Á þeim degi er Drottinn Guð gerði himin og jörð var enginn runni merkurinnar til á jörðinni og engar jurtir spruttu því að Drottinn Guð hafði ekki enn látið rigna [...]
Biblíulestur – 16. febrúar – Matt 20.1–16
Jesús sagði þessa dæmisögu: „Líkt er um himnaríki og húsbónda einn sem gekk út árla morguns að ráða verkamenn í víngarð sinn. Hann samdi við verkamennina um denar í daglaun [...]