Biblíulestur – 3. nóvember – 2Þess 1.1–12
Páll, Silvanus og Tímóteus heilsa söfnuði Þessaloníkumanna í Guði, föður vorum, og Drottni Jesú Kristi.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.
Skylt er okkur, bræður og systur, og maklegt að þakka Guði ætíð fyrir ykkur því að trú ykkar eykst stórum og kærleiki ykkar allra hvers til annars fer vaxandi. Því get ég miklast af ykkur í söfnuðum Guðs fyrir þolgæði ykkar og trú í öllum ofsóknum ykkar og þrengingum þeim er þið þolið.
Þær birta réttlátan dóm Guðs og að hann muni meta ykkur makleg Guðs ríkis sem þið nú líðið illt fyrir. Guð er réttlátur, hann endurgeldur þeim þrengingu sem að ykkur þrengja en veitir ykkur, sem þrengingu líðið, hvíld ásamt mér þegar Drottinn Jesús opinberast af himni með máttugum englum sínum. Hann kemur í logandi eldi og hegnir þeim sem þekkja ekki Guð og þeim sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú. Þau munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti. Þetta verður á þeim degi er Drottinn kemur til að opinbera sínum heilögu dýrð sína og vegsamast af öllum sem trú hafa tekið. Og þið eruð meðal þeirra sem trúað hafa þeim vitnisburði sem ég flutti ykkur.
Þess vegna bið ég ávallt fyrir ykkur að Guð minn álíti ykkur makleg þess lífs sem hann kallaði ykkur til og veiti ykkur kraft til að framkvæma allt hið góða sem þið viljið og trú ykkar beinir ykkur til. Þannig verður nafn Drottins vors Jesú dýrlegt í ykkur og þið í honum fyrir náð Guðs vors og Drottins Jesú Krists.
Biblíulestur – 6. apríl – Jóh 8.46–59
Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki vegna þess að [...]
Biblíulestur – 5. apríl – Slm 97.1–12
Drottinn er konungur, jörðin fagni, eyjafjöldinn gleðjist. Ský og sorti umlykja hann, réttlæti og réttur eru grundvöllur hásætis hans. Eldur fer fyrir honum og eyðir fjandmönnum hans allt um kring. [...]
Biblíulestur – 4. apríl – 1Kor 7.29–40
En það segi ég, systkin, tíminn er orðinn naumur. Hér eftir skulu jafnvel þau sem gift eru vera eins og þau væru það ekki, þau sem gráta eins og þau [...]
Biblíulestur – 3. apríl – 1Kor 7.17–28
Þó skal hver og einn lifa því lífi sem Drottinn hefur úthlutað honum og vera áfram í þeirri stöðu sem hann var í þegar Guð kallaði hann. Þannig mæli ég [...]
Biblíulestur – 2. apríl – 1Kor 7.1–16
En svo að ég minnist á það sem þið hafið ritað, þá er það gott fyrir mann að vera ekki við konu kenndur. En til þess að forðast saurlífi hafi [...]
Biblíulestur 31. mars – Est 3.1–11
Eftir þennan atburð hækkaði Xerxes konungur Haman, son Hamdata og afkomanda Agags, í tign, hóf hann til mikilla metorða og setti hann yfir aðra höfðingja sína. Að skipan konungs skyldu [...]