Biblíulestur – 15. desember – Ef 3.1–13
Þess vegna er það að ég, Páll, bandingi Krists Jesú vegna ykkar, heiðinna manna, beygi kné mín. Víst hafið þið heyrt um þá náð sem Guð hefur sýnt mér og um það hlutverk sem hann hefur falið mér hjá ykkur: Með opinberun birtist mér leyndardómurinn. Um það hef ég stuttlega skrifað áður. Þegar þið lesið það getið þið skynjað hvað ég veit um leyndardóm Krists. Hann var ekki birtur mannanna börnum fyrr á tímum. Nú hefur Guð látið andann opinbera hann heilögum postulum sínum og spámönnum: Vegna samfélagsins við Krist Jesú og með því að hlýða á fagnaðarerindið eru heiðingjarnir orðnir erfingjar með okkur, einn líkami með okkur, og eiga hlut í sama fyrirheiti og við.
Ég varð þjónn þessa fagnaðarerindis af því að Guð gaf mér þá náð með krafti máttar síns. Mér, sem minnstur er allra heilagra, var veitt sú náð að boða heiðingjum fagnaðarerindið um hinn órannsakanlega ríkdóm Krists og að upplýsa alla um það hvernig Guð hefur ráðstafað þessum leyndardómi sem frá eilífð var hulinn hjá Guði sem allt hefur skapað.
Nú skyldi kirkjan látin kunngjöra tignunum og völdunum á himnum hve margháttuð speki Guðs er. Þetta er Guðs eilífa fyrirætlun sem hann hefur framkvæmt í Kristi Jesú, Drottni vorum. Á honum byggist djörfung okkar. Í trúnni á hann eigum við öruggan aðgang að Guði. Fyrir því bið ég að þið látið eigi hugfallast út af þrengingum mínum ykkar vegna. Þær eru ykkur til vegsemdar.
Biblíulestur – 18. maí – Jóh 16.5–15
Ég hef ekki sagt yður þetta frá öndverðu af því ég var með yður. En nú fer ég til hans sem sendi mig og enginn yðar spyr mig: Hvert fer [...]
Biblíulestur – 17. maí – Slm 101.1–8
Davíðssálmur. Ég vil syngja um náð og rétt, lofsyngja þér, Drottinn. Ég vil gefa gætur að vegi hins ráðvanda, hvenær kemur þú til mín? Í grandvarleik hjartans vil ég ganga [...]
Biblíulestur – 16. maí – 1Kor 16.1–24
Hvað samskotin til hinna heilögu í Jerúsalem snertir, þá skuluð einnig þið fara með þau eins og ég hef fyrirskipað söfnuðunum í Galatíu. Hvern fyrsta dag vikunnar skal hvert ykkar [...]
Biblíulestur – 15. maí – 1Kor 15.42–58
Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu en upp rís óforgengilegt. Sáð er í vansæmd en upp rís í vegsemd. Sáð er í veikleika en upp rís í [...]
Biblíulestur – 14. maí – 1Kor 15.20–41
En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, frumgróði þeirra sem sofnuð eru. Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni. Eins og allir deyja vegna sambands [...]
Biblíulestur – 13. maí – 1Kor 15.1–19
Ég minni ykkur, systkin, á fagnaðarerindið sem ég boðaði ykkur, sem þið og veittuð viðtöku og þið standið einnig stöðug í. Það mun og frelsa ykkur ef þið haldið fast [...]