Biblíulestur 4. janúar – Matt 2.13–15
Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“
Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“
Biblíulestur – 20. september – Slm 106.13–23
En þeir gleymdu fljótt verkum hans, biðu ekki ráða hans. Þeir fylltust græðgi í eyðimörkinni og freistuðu Guðs í auðninni. Hann uppfyllti ósk þeirra en sendi þeim tærandi sjúkdóm. Þá [...]
Biblíulestur – 19. september – 2Kor 7.1–16
Þar eð við því höfum þessi fyrirheit, elskuð börn mín, þá hreinsum okkur af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun okkar í guðsótta. Rýmið fyrir mér í [...]
Biblíulestur – 18. september – 2Kor 6.1–18
Sem samverkamaður Krists hvet ég ykkur einnig að þið látið ekki náð Guðs, sem þið hafið þegið, verða til einskis. Hann segir: Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á [...]
Biblíulestur – 17. september – 2Kor 5.11–21
Með því að ég nú veit hvað það er að óttast Drottin leitast ég við að sannfæra menn. En Guð gjörþekkir mig, ég vona að þið gerið það einnig í [...]
Biblíulestur – 16. september – 2Kor 5.1–10
Við vitum að þótt jarðnesk tjaldbúð okkar verði rifin niður þá höfum við hús frá Guði, eilíft hús á himnum sem eigi er með höndum gert. Á meðan andvörpum við [...]
Biblíulestur – 15. september – 2Kor 4.1–18
Guð hefur sýnt mér miskunn og falið mér þessa þjónustu. Þess vegna læt ég ekki hugfallast. Ég hafna allri skammarlegri launung, ég beiti ekki klækjum né falsa Guðs orð heldur [...]