Biblíulestur – 31. mars – 1Kor 5.1–13
Fullyrt er að saurlifnaður eigi sér stað á meðal ykkar og það slíkur saurlifnaður sem jafnvel gerist ekki meðal heiðingja, að maður heldur við konu föður síns. Og svo eruð þið mikillát í stað þess að hryggjast og rýma brott úr ykkar hópi þeim manni sem þetta hefur drýgt.
Ég fyrir mitt leyti, fjarlægur að líkamanum til en nálægur að andanum, hef þegar, eins og ég væri nálægur, kveðið upp dóm yfir manni þeim sem þetta hefur framið: Þegar þið eruð saman komin í nafni Drottins Jesú og andi minn er hjá ykkur ásamt krafti Drottins vors Jesú skal refsa slíkum manni og selja hann Satan á vald til þess að andi hans megi verða hólpinn á degi Drottins Jesú.
Ekki hafið þið ástæðu til að státa ykkur! Vitið þið ekki að lítið súrdeig sýrir allt deigið? Hreinsið burt gamla súrdeigið til þess að þið séuð nýtt deig enda eruð þið ósýrð brauð. Því að páskalambi okkar er slátrað sem er Kristur. Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi eða súrdeigi illsku og vonsku heldur með ósýrðum brauðum hreinleikans og sannleikans.
Ég ritaði ykkur í bréfinu að þið skylduð ekki umgangast saurlífismenn. Átti ég þar ekki við saurlífismenn hér í heimi yfirleitt eða ásælna og ræningja eða hjáguðadýrkendur því að þá hefðuð þið orðið að fara úr heiminum. En nú rita ég ykkur að þið skuluð ekki umgangast nokkurn þann er nefnir sig bróður en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkandi eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þið skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni. Hvað skyldi ég vera að dæma þá sem eru utan safnaðarins? Eigið þið ekki að dæma þá sem eru í söfnuðinum? Og mun ekki Guð dæma þá sem ekki eru í söfnuðinum? „Útrýmið hinum vonda úr ykkar hópi.“
Biblíulestur 15. desember – Matt 11.2–10
Þá er Jesús hafði mælt svo fyrir við lærisveina sína tólf hélt hann þaðan að kenna og prédika í borgum þeirra. Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi [...]
Biblíulestur 14. desember – Slm 88.14–19
En ég hrópa til þín, Drottinn, bæn mín berst þér að morgni. Hví útskúfar þú mér, Drottinn, og hylur auglit þitt fyrir mér? Ég var beygður og í dauðans greipum [...]
Biblíulestur 13. desember – 2Mós 31.13–18
Þið skuluð halda hvíldardaga mína því að hvíldardagurinn er tákn milli mín og ykkar frá kyni til kyns svo að þið játið að ég er Drottinn sá sem helgar ykkur. [...]
Biblíulestur 12. desember – Heb 9.15–28
Þess vegna er hann meðalgangari nýs sáttmála. Hann dó og bætti að fullu fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum til þess að þau sem Guð hafði kallað mættu öðlast hina eilífu [...]
Biblíulestur 11. desember – Heb 9.1–14
Nú hafði fyrri sáttmálinn líka fyrirskipanir um þjónustuna og jarðneskan helgidóm. Tjaldbúð var gerð og í fremri hluta hennar voru bæði ljósastikan, borðið og skoðunarbrauðin og heitir hún „hið heilaga“. [...]
Biblíulestur 10. desember – Heb 4.14–5.10
Er við þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum við halda fast við játninguna. Ekki höfum við þann æðsta prest er eigi [...]