Biblíulestur – 20. október – 5Mós 26.10b–19
Þegar þú hefur sett körfuna niður frammi fyrir Drottni, Guði þínum, skaltu falla fram fyrir Drottin, Guð þinn. Síðan skaltu gleðjast yfir öllum þeim gæðum sem Drottinn, Guð þinn, hefur gefið þér og fjölskyldu þinni, bæði þú, Levítarnir og aðkomumennirnir sem búa hjá þér.
Þegar þú hefur greitt tíund af allri uppskeru þinni á þriðja árinu, tíundarárinu, og hefur fengið tíundina Levítanum, aðkomumanninum, munaðarleysingjanum og ekkjunni, svo að þau geti etið sig mett í borg þinni, skaltu segja frammi fyrir Drottni, Guði þínum: „Ég hef fjarlægt hin helguðu afgjöld úr húsi mínu og fengið þau Levítanum, aðkomumanninum, munaðarleysingjanum og ekkjunni, nákvæmlega eftir því boði sem þú hefur sett mér. Ég hef hvorki brotið gegn boðum þínum né gleymt neinu þeirra. Ég hef ekki etið neitt af tíundinni þegar ég hef verið í sorg. Ég hef ekki fjarlægt neitt af henni þegar ég hef verið óhreinn og ekki gefið dauðum manni neitt af henni. Ég hef hlýtt Drottni, Guði mínum, ég hef fylgt öllu sem þú hefur boðið mér. Lít niður úr þínum heilaga bústað, frá himninum, og blessaðu lýð þinn, Ísrael, og landið sem þú hefur gefið okkur eins og þú hést feðrum okkar, land sem flýtur í mjólk og hunangi.“
Í dag býður Drottinn, Guð þinn, þér að halda þessi lög og ákvæði. Þú skalt halda þau og framfylgja þeim af heilum huga og allri sálu þinni. Þú hefur í dag lýst yfir því að Drottinn sé Guð þinn og að þú viljir ganga á hans vegum, að þú viljir halda lög hans, boð og ákvæði og hlýða fyrirmælum hans.
Og Drottinn hefur í dag lýst yfir því að þú sért hans eignarlýður, eins og hann hét þér, og að þú eigir að halda öll boð hans. Hann mun hefja þig yfir allar þjóðir, sem hann hefur skapað, til lofgjörðar, frægðar og dýrðar, og þú skalt verða lýður, helgaður Drottni, Guði þínum, eins og hann hefur heitið.
Biblíulestur – 6. júlí – Lúk 15.1–10
Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.“ En [...]
Biblíulestur – 5. júlí – Slm 103.1–10
Davíðssálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir [...]
Biblíulestur – 4. júlí – 5Mós 1.34–46
Þegar Drottinn heyrði það sem þið sögðuð reiddist hann og sór: „Enginn af þessari illu kynslóð skal fá að sjá landið góða, sem ég sór að gefa forfeðrum ykkar, nema [...]
Biblíulestur – 3. júlí – 5Mós 1.19–33
Því næst héldum við af stað frá Hóreb og fórum gegnum alla þessa miklu og skelfilegu eyðimörk sem þið hafið sjálf séð. Við fórum áleiðis til fjalllendis Amoríta eins og [...]
Biblíulestur – 2. júlí – 5Mós 1.1–18
Hér á eftir fer ræðan sem Móse flutti öllum Ísraelsmönnum í eyðimörkinni austan við Jórdan. Hann flutti hana í Araba, austan við Súf, milli Paran og Tófel, Laban, Hatserót og [...]
Biblíulestur – 1. júlí – Jóh 21.15–25
Þegar þeir höfðu matast sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessir?“ Hann svarar: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“ Jesús segir við [...]