Biblíulestur – 15. júlí – 5Mós 4.32–40
Spyrðu um fyrri tíma, sem voru fyrir þína tíð, allt frá þeim degi að Guð skapaði manninn á jörðinni, kannaðu heimskauta á milli: Hefur nokkru sinni orðið jafnstórfenglegur atburður og þessi eða heyrst um nokkuð þessu líkt? Hefur nokkur þjóð heyrt Guð tala hátt úr eldi, á sama hátt og þú heyrðir, og þó haldið lífi? Eða hefur nokkur guð reynt að sækja sér þjóð frá annarri þjóð með máttarverkum, táknum og undrum og með stríði, sterkri hendi og útréttum armi og miklum skelfingum eins og Drottinn, Guð ykkar, gerði fyrir augum ykkar í Egyptalandi? Þér var leyft að sjá þetta svo að þú játaðir að Drottinn er Guð og enginn annar en hann. Af himni lét hann þig heyra raust sína til þess að leiðbeina þér. Á jörðu sýndi hann þér sinn mikla eld og úr eldinum heyrðir þú orð hans. Af því að hann elskaði forfeður þína valdi hann niðja þeirra. Hann leiddi þig sjálfur út úr Egyptalandi með sínum mikla mætti. Hann ruddi úr vegi þínum þjóðum, sem voru fjölmennari og voldugri en þú, til þess að fara með þig inn í land þeirra og gefa þér það að erfðalandi eins og nú er orðið.
Í dag skalt þú játa og festa þér í huga að Drottinn er Guð á himnum uppi og á jörðu niðri og enginn annar. Haltu því lög hans og ákvæði sem ég set þér nú í dag svo að þér vegni vel og síðan niðjum þínum og þú lifir lengi í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér til ævarandi eignar.
Biblíulestur – 25. apríl – Jóh 8.31–47
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn [...]
Biblíulestur – 24. apríl – Lúk 17.11–19
Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. [...]
Biblíulestur – 23. apríl – Jóh 8.21–30
Enn sagði Jesús við þá: „Ég fer burt og þér munuð leita mín en þér munuð deyja í synd yðar. Þangað sem ég fer getið þér ekki komist.“ Nú sagði [...]
Biblíulestur – 22. apríl – Jóh 8.1–20
En Jesús fór til Olíufjallsins. Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma [...]
Biblíulestur – Annar í páskum 21. apríl – Lúk 24.13–35
Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus. Þeir ræddu sín á milli um allt þetta sem gerst hafði. [...]
Biblíulestur – Páskadagur 20. apríl – Mrk 16.1–7
Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, [...]