Biblíulestur – 9. febrúar – Matt 17.1–9
Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans, og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól og klæði hans urðu björt eins og ljós. Og Móse og Elía birtust þeim og voru þeir á tali við Jesú. Pétur tók til máls og sagði við Jesú: „Drottinn, gott er að við erum hér. Ef þú vilt skal ég gera hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.“
Meðan Pétur var enn að tala skyggði yfir þá bjart ský og rödd úr skýinu sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!“
Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta féllu þeir fram á ásjónur sínar og hræddust mjög. Jesús gekk til þeirra, snart þá og mælti: „Rísið upp og óttist ekki.“ En er þeir hófu upp augu sín sáu þeir engan nema Jesú einan.
Á leiðinni ofan fjallið bauð Jesús þeim: „Segið engum frá sýninni fyrr en Mannssonurinn er risinn upp frá dauðum.“
Biblíulestur 20. nóvember – Matt 23.1–15
Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra [...]
Biblíulestur 19. nóvember – Matt 9.9–17
Þá er hann gekk þaðan sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: „Fylg þú mér!“ Og hann stóð upp og fylgdi honum. Nú [...]
Biblíulestur 18. nóvember – Esk 28.16–23
Vegna verslunarumsvifa þinna fylltist þú ofríki svo að þú syndgaðir. Þá rak ég þig, hinn verndandi kerúb, og rak þig af guðafjalli, burt frá hinum glóandi steinum. En fegurð þín [...]
Biblíulestur 17. nóvember – Lúk 12.1–7
Fólk hafði nú flykkst að í tugum þúsunda svo að nærri tróð hver annan undir. Jesús tók þá að tala, fyrst til lærisveina sinna: „Varist súrdeig farísea sem er hræsnin. [...]
Biblíulestur 16. nóvember – Slm 86.12–17
Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu því að miskunn þín er mikil við mig, þú hefur frelsað sál mína frá [...]
Biblíulestur 15. nóvember – Esk 28.1–15
Orð Drottins kom til mín: Mannssonur, segðu þetta við höfðingja Týrusar: Svo segir Drottinn Guð: Hjarta þitt varð svo hrokafullt að þú sagðir: „Ég er Guð. Ég bý í bústað [...]