Biblíulestur – 4. apríl – 1Kor 7.29–40
En það segi ég, systkin, tíminn er orðinn naumur. Hér eftir skulu jafnvel þau sem gift eru vera eins og þau væru það ekki, þau sem gráta eins og þau grétu ekki, þau sem fagna eins og þau fögnuðu ekki, þau sem kaupa eins og þau héldu ekki því sem þau keyptu, og þau sem njóta heimsins gæða eins og þau færðu sér þau ekki í nyt. Því að heimurinn í núverandi mynd líður undir lok, en ég vil að þið séuð áhyggjulaus. Hinn ókvænti ber fyrir brjósti hvernig hann megi þóknast Drottni. En hinn kvænti ber fyrir brjósti veraldleg efni svo að hann geti þóknast konunni. Hann er tvískiptur. Ógifta konan og mærin bera fyrir brjósti að vera heilagar á sál og líkama svo að þær geti þóknast Drottni. En gifta konan ber fyrir brjósti veraldlega hluti svo að hún geti þóknast manni sínum. Þetta segi ég sjálfum ykkur til gagns, ekki til þess að valda ykkur óþægindum heldur til þess að þið getið þjónað Drottni af alúð og einlægni.
Ef einhver telur sig ekki geta vansalaust búið með heitmey sinni, enda á manndómsskeiði, þá geri hann sem hann vill ef ekki verður hjá því komist. Hann syndgar ekki. Giftist þau. Sá þar á móti sem er staðfastur í hjarta sínu og óþvingaður en hefur fullt vald á vilja sínum og hefur afráðið í hjarta sínu að hún verði áfram mey gerir vel. Þannig gera þá báðir vel, sá sem kvænist heitmey sinni og hinn sem kvænist henni ekki, hann gerir enn betur.
Konan er bundin meðan maður hennar er á lífi. En ef maðurinn deyr er henni frjálst að giftast hverjum sem hún vill, aðeins að hann sé trúaður. Þó er hún sælli ef hún heldur áfram að vera eins og hún er, það er mín skoðun. En ég þykist og hafa anda Guðs.
Biblíulestur – 13. janúar – Matt 23.34–39
Þess vegna sendi ég til yðar spámenn, spekinga og fræðimenn. Suma þeirra munuð þér lífláta og krossfesta, aðra húðstrýkja í samkundum yðar og ofsækja borg úr borg. Þannig kemur yfir [...]
Biblíulestur – 12. janúar – Matt 3.13–17
Þá kom Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum. Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: „Mér er þörf að skírast af þér og þú [...]
Biblíulestur – 11. janúar – Slm 89.39–53
En nú hefur þú hafnað þínum smurða, útskúfað honum í reiði þinni, þú hefur rift sáttmálanum við þjón þinn, vanhelgað kórónu hans og fleygt til jarðar. Þú braust niður alla [...]
Biblíulestur – 10. janúar – 2Kro 36.11–21
Sedekía var tuttugu og eins árs þegar hann varð konungur og ríkti í Jerúsalem ellefu ár. Hann gerði það sem illt var í augum Drottins, Guðs síns. Hann lét ekki [...]
Biblíulestur – 9. janúar – Róm 10.5–17
Móse ritar um réttlætið sem lögmálið veitir: „Sá maður sem breytir eftir boðum þess mun lífið fá af því.“ En réttlætið af trúnni mælir þannig: „Seg þú ekki í hjarta [...]
Biblíulestur – 8. janúar – Post 7.51–60
Þið harðsvíraðir og óumskornir í hjörtum og á eyrum, þið standið ávallt gegn heilögum anda eins og feður ykkar. Hver var sá spámaður sem feður ykkar ofsóttu eigi? Þeir drápu [...]