Biblíulestur – 5. ágúst – 1Jóh 4.1–10
Þið elskuðu, trúið ekki öllum sem segjast hafa andann, reynið þá heldur og komist að því hvort andinn sé frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. Af þessu getið þið þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar að Jesús sé Kristur kominn sem maður, er frá Guði. En sérhver andi sem ekki játar Jesú er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi sem þið hafið heyrt um að komi og nú þegar er hann í heiminum.
Börnin mín, þið eruð af Guði og hafið sigrað falsspámennina því að andinn sem er í ykkur er öflugri en andinn sem er í heiminum. Falsspámennirnir eru af heiminum. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar og heimurinn hlýðir á þá. Við erum af Guði. Hver sem þekkir Guð hlýðir á okkur. Sá sem ekki er af Guði hlýðir ekki á okkur. Af þessu þekkjum við andann sem flytur sannleikann og andann sem fer með lygar.
Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð. Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð því að Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf. Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.
Biblíulestur – 16. maí – 1Kor 16.1–24
Hvað samskotin til hinna heilögu í Jerúsalem snertir, þá skuluð einnig þið fara með þau eins og ég hef fyrirskipað söfnuðunum í Galatíu. Hvern fyrsta dag vikunnar skal hvert ykkar [...]
Biblíulestur – 15. maí – 1Kor 15.42–58
Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu en upp rís óforgengilegt. Sáð er í vansæmd en upp rís í vegsemd. Sáð er í veikleika en upp rís í [...]
Biblíulestur – 14. maí – 1Kor 15.20–41
En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, frumgróði þeirra sem sofnuð eru. Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni. Eins og allir deyja vegna sambands [...]
Biblíulestur – 13. maí – 1Kor 15.1–19
Ég minni ykkur, systkin, á fagnaðarerindið sem ég boðaði ykkur, sem þið og veittuð viðtöku og þið standið einnig stöðug í. Það mun og frelsa ykkur ef þið haldið fast [...]
Biblíulestur – 12. maí – 1Kor 14.22–40
Þannig er tungutalið tákn, ekki trúuðum heldur vantrúuðum. En spámannleg gáfa er ekki tákn vantrúuðum heldur trúuðum. Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum og inn kæmu [...]
Biblíulestur – 11. maí – Jóh 16.16–23
Innan skamms sjáið þér mig ekki lengur og aftur innan skamms munuð þér sjá mig.“ Þá sögðu nokkrir lærisveina hans sín á milli: „Hvað er hann að segja við okkur: [...]