Biblíulestur – 30. desember – Kól 1.1–11
Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, og Tímóteus, bróðir vor, heilsa þeim í Kólossu sem eru trúuð og helguð systkin í Kristi. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum.
Ég þakka Guði, föður Drottins vors Jesú Krists, ávallt er ég bið fyrir ykkur. Ég hef heyrt um trú ykkar á Krist Jesú og um kærleikann sem þið berið til allra heilagra vegna vonarinnar um það sem þið eigið geymt í himnunum og þið hafið áður heyrt um í orði sannleikans, fagnaðarerindinu. Það er ekki aðeins komið til ykkar heldur alls heimsins og ber ávöxt og vex eins og það hefur líka gert hjá ykkur frá þeim degi er þið heyrðuð það og sannfærðust um náð Guðs. Hið sama hafið þið og numið af Epafrasi, elskuðum samþjóni okkar, sem er trúr þjónn Krists í ykkar þágu. Hann hefur og sagt okkur frá kærleika ykkar sem andinn hefur vakið með ykkur.
Frá þeim degi, er ég heyrði þetta, hef ég því ekki látið af að biðja fyrir ykkur. Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði. Hann styrki ykkur á allar lundir með dýrðarmætti sínum svo að þið fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað föðurnum sem hefur gert ykkur fært að fá arfleifð heilagra í ljósinu.
Biblíulestur – 10. október – 5Mós 22.28–23.9
Ef maður hittir óspjallaða stúlku sem ekki er föstnuð, tekur hana með valdi og leggst með henni og komið er að þeim skal maðurinn, sem lagðist með stúlkunni, greiða föður [...]
Biblíulestur – 9. október – 5Mós 22.13–27
Ef maður gengur að eiga konu og samrekkir henni en fær þá óbeit á henni, sakar hana um skammarlegt athæfi, spillir mannorði hennar og segir: „Ég kvæntist þessari konu en [...]
Biblíulestur – 8. október – 5Mós 22.1–12
Þú skalt ekki horfa aðgerðalaus á naut eða sauðfé bróður þíns á flækingi heldur skalt þú þegar í stað reka þau aftur til hans. Búi bróðir þinn ekki í grennd [...]
Biblíulestur – 7. október – 5Mós 21.10–23
Þegar þú heldur í hernað gegn fjandmönnum þínum og Drottinn, Guð þinn, selur þá þér í hendur og þú tekur fanga og sérð fríða konu á meðal fanganna, fellir hug [...]
Biblíulestur – 6. október – 5Mós 20.15–21.9
Þannig skaltu fara með allar þær borgir sem eru mjög fjarlægar þér og eru ekki meðal þeirra borga sem þjóðirnar hér ráða yfir. En þú skalt ekki láta neitt, sem [...]
Biblíulestur – 5. október – Lúk 7.11–17
Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að [...]