Biblíuapp fyrir börn

Nú geta börn notað Biblíuapp fyrir börn á íslensku. Biblíufélagið í samstarfi við OneHope, með góðri hjálp sjálfboðaliða, með frábærum stuðningi Bakhjarla Biblíunnar og annarra styrktaraðila Biblíufélagsins hefur látið útbúa íslenska útgáfu af Biblíuappi fyrir börn. Það er von okkar að sem flest börn fái að kynnast söguheimi Biblíunnar.

Biblíuappið fyrir börn er nú aðgengilegt á 65 tungumálum auk íslensku og það er auðvelt að skipta á milli tungumála í stillingum appsins.

Um Biblíuappið fyrir börn

Biblíuappið fyrir börn er þróað í samstarfi við OneHope, og er frá YouVersion, framleiðenda Biblíuappsins. Biblíuappið fyrir börn er hannað til að veita börnum ánægjulega upplifun af Biblíunni og hefur þegar verið sett upp í yfir 79 milljón Apple, Android og Kindle tækjum og það er alltaf ókeypis. Börn, hvaðanæva að úr heiminum njóta nú Biblíuappsins fyrir börn, á 65 tungumálum – og nú er íslenska þar á meðal!

Sækja app í Apple App Store
Sækja app í Google Play Store

Leiðbeiningar

Auðvelt er að velja íslensku í Biblíuappinu fyrir börn.

i. Fyrst er valið tannhjólið neðst hægra megin á upphafsskjánum.

ii. Í stillingum er valið „Tungumál“ / „Language“ / „Sprog“ eða hvað sem stendur á neðsta hnappinum fyrir miðjum skjánum.

iii. Síðan er hægt að fletta í gegnum tungumál þar til komið er að íslensku.

iv. Þá er smellt á íslenska og síðan þarf að velja uppfæra á næstu skjámynd.