Hið íslenska biblíufélag býður þér að vera „Bakhjarl Biblíunnar“

Við hjá Biblíufélaginu höfum fengið ástríðu fyrir því að sjálf bók bókanna, Biblían, verði ekki skilin eftir í upplýsingabyltingunni. Við höfum ákveðið að sækja fram til að Biblían á íslensku verði gerð aðgengileg á hvers kyns nýjum miðlum. Því fólk er ekki alltaf með Biblíuna í vasanum, en það er flest alltaf með símann í vasanum.

Biblíufélagið vill auka aðgengi Biblíunnar á nýjum miðlum enn frekar. Við viljum hljóðrita meira af Biblíunni, útbúa Biblíuefni fyrir börn fyrir snjalltæki og nota allar leiðir færar til að færa Biblíuna þangað sem fólkið er.

Þess vegna erum við að leita til dyggra félagsmanna okkar um að styðja þessa sókn með mánaðarlegu framlagi. Má bjóða þér að hjálpa til og gerast bakhjarl Biblíunnar á Íslandi?


Með því að fylla út upplýsingar hér fyrir ofan skráir þú þig fyrir mánaðarlegum raðgreiðslum til stuðnings Biblíufélaginu. Ef þú þarft að breyta eða hætta stuðningi af einhverjum ástæðum, er auðvelt að senda tölvupóst á hib@biblian.is og við munum þá snarlega fella niður mánaðarlega skuldfærslu. [Nánari skilmálar!]