Biblían á íslensku er aðgengileg m.a. á biblíuappi Youversion. Hópur sjálfboðaliða á Íslandi hefur séð um að þýða viðmót Youversion biblíuappsins og þar er hægt að nálgast Biblíuna á íslensku, notendum að kostnaðarlausu. Youversion biblíuappið gerir fólki m.a. mögulegt að til að tengjast samfélagsmiðlum og deila þar ritningarversum og öðru efni úr appinu. Það er hægt að tengjast öðru fólki sem er að nota appið, áherslumerkja ritningarvers, skrifa minnispunkta og bera saman þýðingar ólíkra tungumála.
Þá er einnig hægt að hlusta á upplestur einvalaliðs íslenskra leikara á Biblíunni í appinu. Þóra Karítas Árnadóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Eggert Kaaber, Arnar Jónsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristján Franklín Magnúss og Steinunn Jóhannesdóttir annast lestur textans.
Hægt er að nálgast ýmiskonar fræðsluefni á fjölmörgum tungumálum í gegnum appið. Biblíufélagið hefur ekki kynnt sér það efni til fullnustu og getur því ekki tekið afstöðu til þess hvort einstakir þættir þess séu viðeigandi. Viðhorf kristins fólks og trúarskilningur er mismunandi og það endurspeglast í efnistökum í fræðsluefni appsins.