Biblíufélagið stóð að tveimur söfnunum nú í haust. Annars vegar var safnað til kaupa á Biblíum fyrir Pókot-samfélagið í Kenía. En Íslendingar hafa komið að og stutt við kristniboð og hjálparstarf í Pókot-héraði á landamærum Kenía og Úganda síðan 1978. Söfnunin hófst í ágúst. Alls söfnuðust fyrir miðjan nóvember 491.000 krónur sem voru afhentar Sambandi íslenska kristniboðsfélaga.

Nú í desember tók Kristniboðssambandið þátt í fræðslunámskeiðum fyrir sunnudagaskólakennara hjá ELCK kirkjunni í Kapenguria í Pókot. Samskonar námskeið var haldið í Chesta í Kerio Valley biskupsdæminu í síðustu viku. Í tengslum við námskeiðið hefur starfsfólk kirknanna fengið Nýja testamenti á sínu máli. Við það tækifæri fengu þátttakendur Nýja testamentið á sínu máli.

Jólaljós á Haítí

Jólasöfnun Biblíufélagsins rennur til systurfélags okkar á Haítí. Annað árið í röð rennur jólasöfnun Biblíufélagsins til systurfélags okkar á Haítí. Að þessu sinni hjálpum við systurfélagi okkar á Haítí við að gefa börnum og unglingum jólagjafir. Um leið og brýn þörf er á hvers kyns neyðaraðstoð í landinu, þá er líka mikilvægt að leyfa börnum að upplifa gleði og von. Af þeim sökum ákvað Hið íslenska biblíufélag að styðja við þetta verkefni þessi jól.

Ástandið á Haítí heldur áfram að vera grafalvarlegt og til að bæta gráu ofan á svart, skall fellibylurinn Melissa á landið núna í nóvember. Fjölskyldur hafa verið neyddar til að flýja heimili sín og leita hjálpar í neyðarskýlum, skólum og kirkjum. Íbúa skortir mat, vatn og von um betri framtíð. Daginn fyrir þrettándann, 5. janúar, höfðu safnast rétt rúmlega 637.000 krónur fyrir jólagjöfum fyrir börn á Haítí.

Ennþá er hægt að styðja við verkefnin á vef Biblíufélagsins, https://biblian.is/studningur/ eða með að leggja inn á reikning 0101-26-003555, kennitala 620169-7739. Mikilvægt er að merkja greiðsluna ýmist Pokot eða Haiti, eftir því hvort verkefnið er stutt.