Kristniboðssambandið og Hið íslenska biblíufélag leita til þín um aðstoð við kaup á Biblíum fyrir Pókot-samfélagið í Kenía. Íslendingar hafa komið að og stutt við kristniboð og hjálparstarf í Pókot-héraði á landamærum Kenía og Úganda síðan 1978. Helstu verkefni Kristniboðssambandsins allra síðustu ár hafa falist í aðstoð við fræðslunámskeið fyrir prédikara og sunnudagaskólakennara, en því miður hafa ekki allir þátttakendur haft efni á að kaupa Biblíur á fullu verði. Því hafa Kristniboðssambandið og Biblíufélagið tekið höndum saman og biðjum þig um aðstoð við að útvega Biblíur á pókotmáli á viðráðanlegu verði fyrir fræðara og prédikara í Pókot. Til stendur til að kaupa 500 Biblíur og selja ódýrt til þátttakenda á fræðslunámskeiðunum. Hver Biblía kostar 1.150 krónur en þær verða keyptar frá Biblíufélaginu í Kenía.