Stutt lýsing
Kristniboðssambandið og Hið íslenska biblíufélag leita til þín um aðstoð við kaup á Biblíum og gerð sunnudagaskólaefnis fyrir Pókot-samfélagið í Kenía.
Biblíur fyrir Pókot-samfélagið í Kenía
-
575.000 kr.
Markmið söfnunar -
0 kr.
Upphæð sem hefur safnast -
0
Dagar til stefnu -
Markmið
Söfnun lýkur þegar

Ítarlegar upplýsingar um söfnun
Kristniboðssambandið og Hið íslenska biblíufélag leita til þín um aðstoð við kaup á Biblíum fyrir Pókot-samfélagið í Kenía. Íslendingar hafa komið að og stutt við kristniboð og hjálparstarf í Pókot-héraði á landamærum Kenía og Úganda síðan 1978. Helstu verkefni Kristniboðssambandsins allra síðustu ár hafa falist í aðstoð við fræðslunámskeið fyrir prédikara og sunnudagaskólakennara, en því miður hafa ekki allir þátttakendur haft efni á að kaupa Biblíur á fullu verði. Því hafa Kristniboðssambandið og Biblíufélagið tekið höndum saman og biðjum þig um aðstoð við að útvega Biblíur á pókotmáli á viðráðanlegu verði fyrir fræðara og prédikara í Pókot. Til stendur til að kaupa 500 Biblíur og selja ódýrt til þátttakenda á fræðslunámskeiðunum. Hver Biblía kostar 1.150 krónur en þær verða keyptar frá Biblíufélaginu í Kenía.
Ein Biblía kostar 1.150 krónur – þrjár Biblíur kosta 3.450 krónur – fimm Biblíur kosta 5.750 krónur – tíu Biblíur kosta 11.500 krónur – tuttugu Biblíur kosta 23.000 krónur.
Samhliða þessu verkefni verður unnið að gerð sunnudagaskólaefnis og prentun á Nýja testamentinu á Pókot sem hefur verið ófáanlegt um nokkurt skeið.
Hægt er að styðja við verkefnið með kreditkorti hér á vefsíðunni
eða millifæra á reikning félagsins í Landsbankanum, merkt: pokot25.
Kennitala: 620169-7739
Bankareikningur: 0101-26-003555
Hið íslenska biblíufélag er almannaheillafélag. Einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja félagið með gjöfum yfir 10.000 krónum á ári fá skattaafslátt. Fyrirtæki geta veitt styrki til almannaheillafélaga fyrir allt að 1,5% af rekstrartekjum ársins. Hið íslenska biblíufélag sendir skattayfirvöldum yfirlit yfir þá einstaklinga og félög sem gefa umfram 10.000 krónur á ári, og er upphæðin færð sjálfvirkt á skattframtal stuðningsaðila.