Mynd af sex konum, að koma úr kirkjustarfi í Pókothéraði í Kenía. Þrjár kvennanna halda á Biblíum.

Stutt lýsing

Kristniboðssambandið og Hið íslenska biblíufélag leita til þín um aðstoð við kaup á Biblíum og gerð sunnudagaskólaefnis fyrir Pókot-samfélagið í Kenía.

Biblíur fyrir Pókot-samfélagið í Kenía

á vegum Hið íslenska biblíufélag Guðmundsson

  • 575.000 kr.

    Markmið söfnunar
  • kr.

    Upphæð sem hefur safnast
  • 0

    Dagar til stefnu
  • Markmið

    Söfnun lýkur þegar
Prósent sem hefur safnast :
0%
Lágmarskupphæð pöntunar kr.1150 Hámarksupphæð er kr.1150 Setja gilda tölu
kr.
Reykjavik, Ísland

Ítarlegar upplýsingar um söfnun

Kristniboðssambandið og Hið íslenska biblíufélag leita til þín um aðstoð við kaup á Biblíum fyrir Pókot-samfélagið í Kenía. Íslendingar hafa komið að og stutt við kristniboð og hjálparstarf í Pókot-héraði á landamærum Kenía og Úganda síðan 1978. Helstu verkefni Kristniboðssambandsins allra síðustu ár hafa falist í aðstoð við fræðslunámskeið fyrir prédikara og sunnudagaskólakennara, en því miður hafa ekki allir þátttakendur haft efni á að kaupa Biblíur á fullu verði. Því hafa Kristniboðssambandið og Biblíufélagið tekið höndum saman og biðjum þig um aðstoð við að útvega Biblíur á pókotmáli á viðráðanlegu verði fyrir fræðara og prédikara í Pókot. Til stendur til að kaupa 500 Biblíur og selja ódýrt til þátttakenda á fræðslunámskeiðunum. Hver Biblía kostar 1.150 krónur en þær verða keyptar frá Biblíufélaginu í Kenía.

Ein Biblía kostar 1.150 krónur – þrjár Biblíur kosta 3.450 krónur – fimm Biblíur kosta 5.750 krónur – tíu Biblíur kosta 11.500 krónur – tuttugu Biblíur kosta 23.000 krónur.

Samhliða þessu verkefni verður unnið að gerð sunnudagaskólaefnis og prentun á Nýja testamentinu á Pókot sem hefur verið ófáanlegt um nokkurt skeið.

Um kirkjustarf í Pókot
Frá því að íslenskir kristniboðar hófu starf í Pókot héraði í Kenía árið 1978 hefur fjöldi fólks tekið á móti fagnaðarerindinu og kirkjan breiðst út og margfaldast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda safnaða en sé miðað við kirkjubyggingar og skóla skipta söfnuðirnir hundruðum. Kirkjubyggingarnar sjálfar, bæði fullbyggðar og þær sem enn eru í byggingu, eru yfir 300. Þeir, sem upphaflega heyrðu boðun íslensku og norsku kristniboðanna og tóku við Kristi, eru fullorðnir og fara fyrir útbreiðslustarfi til nýrra staða. Þótt okkur finnist það ótrúlegt, þá eru enn staðir í Keníu þar sem fagnaðarerindið hefur ekki enn fengið að heyrast.
Söfnuðirnir leggja mikið upp úr því að eiga sinn eigin samkomustað til að hittast, lofa Guð og heyra hans orð. Eins og á Íslandi getur það tekið mörg ár að safna fyrir og reisa kirkju. Flestar kirkjurnar búast við miklum vexti enda fjölgar íbúum Kenía gríðarlega og eru nú um 57 milljónir. Í Pókot er fæðingartíðni há og meðaltal fæðinga er tæp 7 börn á konu. Þjóðin er ung og talið er að 73% íbúa séu undir þrítugu.
Kirkjustarfið sjálft er öflugt og lögð er áhersla á fræðslu innan kirkjunnar. Prédikarar og djáknar sækja reglulega námskeið í biblíufræðum. Því miður er það samt svo að ekki allir eiga eigin Biblíur, ekki einu sinni allir þeir sem uppfræða í kirkjunni, sem er ástæða þessarar söfnunnar.

 


 

Hægt er að styðja við verkefnið með kreditkorti hér á vefsíðunni
eða millifæra á reikning félagsins í Landsbankanum, merkt: pokot25.

Kennitala: 620169-7739
Bankareikningur: 0101-26-003555

 


Hið íslenska biblíufélag er almannaheillafélag. Einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja félagið með gjöfum yfir 10.000 krónum á ári fá skattaafslátt. Fyrirtæki geta veitt styrki til almannaheillafélaga fyrir allt að 1,5% af rekstrartekjum ársins. Hið íslenska biblíufélag sendir skattayfirvöldum yfirlit yfir þá einstaklinga og félög sem gefa umfram 10.000 krónur á ári, og er upphæðin færð sjálfvirkt á skattframtal stuðningsaðila.