Stutt lýsing

Biblíufélagið á Haítí hefur leitað til Hins íslenska biblíufélags um tímabundna aðstoð í skelfilegum aðstæðum. Stuðningur þinn hjálpar þeim til að styrkja Haítí með von, seiglu og samúð.

Biðjum fyrir Haítí

á vegum Hið íslenska biblíufélag Guðmundsson

  • 500.000 kr.

    Markmið söfnunar
  • kr.

    Upphæð sem hefur safnast
  • 0

    Dagar til stefnu
  • Markmið

    Söfnun lýkur þegar
Prósent sem hefur safnast :
0%
Lágmarskupphæð pöntunar kr.1000 Hámarksupphæð er kr. Setja gilda tölu
kr.
Reykjavik, Ísland

Ítarlegar upplýsingar um söfnun

„Við getum ekki gert þetta ein. Við þurfum þinn stuðning og þínar bænir til að geta umbreytt lífi þeirra sem þjást hér á Haítí. “

— Magda N. Victor, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins á Haítí.

Ástandið á Haítí er grafalvarlegt nú þegar glæpagengi hafa tekið stjórnina víða í landinu. Biblíufélagið á Haítí hefur leitað m.a. til Hins íslenska biblíufélags um tímabundna aðstoð í skelfilegum aðstæðum. Stuðningur þinn hjálpar þeim til að styrkja Haítí með von, seiglu og samúð.

Ríflega 578,000 einstaklingar hafa tapað öllum eigum sínum. Meira en 80% af höfuðborginni, Port-au-Prince, er undir stjórn vopnaðra glæpagengja og neyðarástand ríkir hvarvetna í landinu. Fjölskyldur hafa verið neyddar til að flýja heimili sín og leita hjálpar í neyðarskýlum, skólum og kirkjum. Íbúa skortir mat, vatn og von um betri framtíð.

Með þínu fjárframlagi getur þú hjálpað Biblíufélaginu á Haítí til að hjálpa öðrum. Markmiðið er að ná til 200.000 einstaklinga, bjóða námskeið í áfallahjálp (e. Trauma Healing), dreifa Biblíum á kreól og frönsku, gefa barnabiblíur og útvega þeim mat og vatn sem hafa þurft að flýja heimili sín.

Verð fyrir eina Biblíu á kreól er 1.040 krónur (eða 10.400 krónur fyrir 10 Biblíur), kostnaður við þriggja daga áfallahjálparnámskeið er um 3.200 krónur á hvern þátttakanda, neyðarpakki með vatni og mat fyrir fjögurra manna fjölskyldu í eina viku er um 5.600 krónur.

Eitt af verkefnum Biblíufélagsins á Haítí er að dreifa Biblíum og öðru uppbyggilegu lesefni til þeirra sem hafa misst heimili sín. Starfsfólk Biblíufélagsins settist niður með Denis í íþróttasal í miðri höfuðborginni Port-au-Prince. Þar deildi Denis með þeim erfiðleikum liðina mánaða. Hann sagði frá því hvernig vopnaðir ribbaldar réðust inn í hverfið þar sem hann bjó. Í kjölfarið neyddist hann til að flýja heimili sitt og allar eigur ásamt fjölskyldu sinni.

„Allt breyttist þegar ég þurfti að yfirgefa heimilið,“ útskýrir Denis. „Ég missti bókstaflega allt, húsið, fötin, vinnugögn, minningar… allt. Ég glataði líka allri von. Dagarnir í flóttamannabúðunum eru langir og uppfullir af óvissu. En í dag, get ég verið þakklátur fyrir þessa gjöf frá ykkur. Biblían er vonarljós í miðjum stormi. Ég er þakklátur, fyrst og fremst Guði, en einnig þakklátur fyrir starf Biblíufélagsins. Biblían er meira en bara bók fyrir mig í þessum aðstæðum.“

Saman getum við hjálpað íbúum á Haítí og gefið von á erfiðum tímum. Ert þú tilbúin(n) til að hjálpa og deila kærleiksboðskap Guðs með þeim sem þjást?

Vertu með í að biðja fyrir þeim sem þjást á Haítí, að starf Biblíufélagsins þar sé ljós í myrkrinu og að morgundagurinn beri nýja von fyrir öll sem þar búa.