Blað Biblíufélagsins B+ er komið út og er á leið í pósti til félagsfólks og velunnarra. Einnig verður hægt að nálgast blaðið hjá kirkjum og söfnuðum um allt land. Blaðið inniheldur að venju upplýsingar um starf Biblíufélagsins, ásamt viðtölum og greinum um efni sem viðkemur Biblíunni.
Leiðrétting: Í greininni „Að læra um Guð á eigin tungumáli“ er sagt að Guðbrandsbiblía hafi verið prentuð 37 árum áður en enska King James-þýðingin kom út. Rétt er að Guðbrandsbiblía var prentuð 27 árum áður. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.