Í 25 ár hefur Biblíufélagið í Noregi stutt við útgáfu 80 milljón Biblía í Nanjing. Íslenska biblíufélagið styður við þetta starf. Á hverju ári eru framleiddar um 12 milljónir af Biblíum og eftirspurnin eftir þeim er gríðarleg.
Kína er fjölmennasta þjóð í heimi, rúmlega 1,3 milljarðar. En Kína er líka stórt land, 10 milljónir ferkílómetra sem þýðir að það er næstum 100 sinnum stærra en Ísland. Í menningarbyltingunni var kirkjum lokað og margir safnaðarleiðtogar voru settir í fangelsi. Í dag eru kirkjur opnar og margt fólk hefur tekið kristna trú.