Þann 18. maí síðastliðinn hlaut Bierna Leine Bientie, norskur prestur, viðurkenningu konungs fyrir framlag sitt til suðursamíska þjóðfélagsins.
Bentie hefur þýtt og gefið út Markúsarguðspjall á suður-samísku ásamt Önnu Jacobsen. Það var gefið út af Hinu norska biblíufélagi árið 1993 og bar titilinn Jupmelen rijhke lea gietskesne (Guðs ríki er nálægt). Árið 2013 kom út nýtt úrval biblíutexta, þýtt á suður-samísku, með áherslu á texta kirkjuársins. Hann hefur ennig unnið að því að þýða messuhandbók á suður-samísku.
Í Sálmum 1997 á hann sex sálmaþýðingar á suður-samísku og í norsku sálmabókinni frá árinu 2013 á hann einn frumortan sálm og fjórar sálmaþýðingar. Í þeirri sálmabók á eiginkona hans, Anne-Grethe Leine Bientie, tvo sálma. Sem prestur Suður-Sama var Bientie ritstjóri suður-samíska kirkjutímaritsins Daerpies Dierie.
Sveitarfélagið hefur sóst eftir því að Bientie hljóti heiðursmerkið fyrir framlag sitt til suður-samíska þjóðfélagsins sem sóknarprestur Suður-Sama.
— Bierna Bierntie hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar fyrir suður-samíska þjóðfélagið, bæði sem fyrsti prestur suður-sama og fyrir þýðingu nýrrar messuhandbókar á suður-samísku, segir talsmaður sveitarfélagsins Snåsa, Tone Våg, við NRK.
— Við erum stolt og glöð fyrir hönd Bierna og Suður-Sama, segir framkvæmdastjóri Hins norska biblíufélags, Ingeborg Mongstad-Kvammen.