Birgitte Stoklund Larsen hefur verið ráðin sem framkvæmdastóri danska biblíufélagsins og tekur hún við stöðunni þann 1. ágúst næstkomandi. Undanfarin sex ár hefur hún starfað í Grundtvig Akademiet og sem ritstjóri hjá Dansk Kirketidende. Áður var hún ritstjóri kristilegs dagblaðs í Danmörku. Hún er guðfræðingur að mennt frá háskólanum í Árósum.
Í viðtali segir Birgitte meðal annars: „Það eru forréttindi að fá að taka þátt í svona öflugu og góðu starfi sem biblíufélagið vinnur. Biblíufélagið starfar á mörgum sviðum og ég hlakka til að taka þátt í öflugu þverfaglegu starfi. Ég horfi til áframhaldandi góðs samstarfs m.a. við kirkjur og aðrar stofnanir“.