Málstofa um Ólaf Ólafsson, kristniboða
Þriðjudaginn 21. apríl kl. 12:10 – 12:50
Í tilefni af 200 ára afmælisári Hins íslenska biblíufélags verður haldin málstofa um kristniboðann Ólaf Ólafsson. Í ágúst á þessu ári eru 120 ár liðin frá fæðingu Ólafs en hann starfaði sem kristniboði í Kína í 14 ár, sat í stjórn Biblíufélagsins og tók mjög virkan þátt í starfi þess, m.a. sem ólaunaður erindreki. Ólafur átti einnig mikinn þátt í stofnun Gídeonfélagsins á Íslandi. Málstofan verður haldin í sal SÍK, Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, þriðjudaginn 21. apríl kl. 12:10-12:50.
Þar mun barnabarn Ólafs, Margrét Jóhannesdóttir, flytja erindið „Afi minn, Ólafur Ólafsson“ og séra Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK flytja erindið „Ólafur, kristniboði með sýn á útbreiðslu Biblíunnar“
Sýnt verður brot úr kvikmynd Ólafs um Kína og lesið upp úr frásögn af lífi hans í Kína.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Málstofan er ókeypis og öllum opin. Verið innilega velkomin.