Í Morgunblaðinu í gær, 8. apríl birtist áhugaverð grein um fágætt eintak af Gamla testamentinu á hebresku sem varðveitt er í Auðunarstofu á Hólum. Inn í það eru skrifaðar athugasemdir, þar af með hendi Guðbrands Þorlákssonar, sem var biskup á Hólum frá 1571 til dauðadags 1627. Bókin var prentuð í Hamborg árið 1587 og er mikið fágæti. Útgefandi var Elias Huttero (1553-1605/1609), prófessor í hebresku við Leipzig-háskóla.
Á titilsíðu ritar Guðbrandur, að hann gefi Hóladómkirkju umrædda bók ásamt fleiri sem allar eru nú glataðar; langflestar voru seldar þegar biskupsstóllinn var lagður niður árið 1801.
Sjá nánar frétt í Morgunblaðinu, http://mbl.is/frettir/innlent/2015/04/07/fagaet_bok_vardveitt_a_holum/