„Okkur er heiður að því að meðlimur í alþjóðaráði UBS, Angaelos biskup koptísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Bretlandi verður skipaður í þjónustu breska heimsveldisins af hennar hátign, Elísabetu drottningu. Angaelos biskupi, sem einnig þjónar innan Tengslaráðs kirkjunnar, verða veitt verðlaun fyrir þjónustu í þágu trúfrelsis á heimsvísu“ segir
Dr. Jutta Henner, framkvæmdastjóri Hins ástralska biblíufélags og formaður Tengslaráðs kirkjunnar. Hún óskaði Angaelos biskupi jafnframt til hamingju með þessum orðum: „Sameinuðu biblíufélögin eru þakklát fyrir það að þjónusta þín í þágu trúfrelsis á heimsvísu felur það í sér, hversu mikils þú metur Biblíuna — og starf okkar. Hjartanlegar hamingjuóskir! Við vonum og biðjum þess að þessi heiður muni leiða til þess að þessum málefnum verði almennt gefinn meiri gaumur, auk þess að hvetja þig enn frekar til dáða við að sinna þjónustunni.“
Angaelos biskup brást þannig við tilkynningunni:
„Auðmjúkur tek ég við þessum verðlaunum vegna þess að ég lít á það sem verkefni mitt og skyldu mína að reka erindi trúfrelsis sem hluta þjónustu minnar. Ég er hvort tveggja í senn, auðmjúkur gagnvart þessum verðlaunum, en einnig hryggur yfir því að á 21. öld þurfum við enn að verja þann rétt og það frelsi sem Guð gaf fólki í þessa veru. Ég lít á þetta sem verðlaun öllum þeim til handa sem hafa starfað með mér og stutt mig fram til þessa og bið þess að Guð launi því fólki og blessi það fyrir allt sem það hefur gert og mun eftirleiðis gera. Ég hlýt einnig að tjá hennar hátign, Elísabetu drottningu, og forsætisráðherranum, innilegar þakkir fyrir að líta svo á, að þessi málstaður sé þess verðugur að hljóta almenna viðurkenningu”
Sjá http://www.unitedbiblesocieties.org/news/bishop-angealos-to-receive-order-of-the-british-empire/