Sænska biblíufélagið hefur fengið nýjan framkvæmdastjóra, Anders Blåberg.
Anders starfaði áður hjá evangelísku Fríkirkjunni í Svíþjóð en tekur nú við forystu Biblíufélagsins. Hann mun vinna sérstaklega að undirbúningi 200 ára afmæli félagsins árið 2015. Anders sat áður í stjórn félagsins og ber þess vegna sterkar taugar til félagsins.
,, Starf Biblíufélagsins snertir hjartslátt kristinnar einingar. Biblían er grunnur alls kristilegs starfs. Öll þau ár sem ég hef starfað sem prestur hafa spurningar og vangaveltur um Biblíuna alltaf vakið áhuga minn. Mitt persónulega slagorð er ,,Biblían til fólksins“. Ég get lesið Biblíuna á mínu tungumáli en það á ekki við um alla. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þátt í því verkefni með Sameinuðu Biblíufélögunum að fá Biblíuna þýdda á sem flest tungumál. Biblían er nú þegar þýdd á 511 tungumál en það á eftir að þýða Biblíuna á fleiri þúsund tungumál. Við eigum mikið verk fyrir höndum“.
Biðjum fyrir sænska biblíufélaginu og nýja framkvæmdastjóranum.