Í Úkraínu hefur ástandið verið þrungið spennu í langan tima. Eftir marga vikna mótmæli og átök á götum Kiev, höfðuborgar Úkraínu, hefur rússneski herinn farið inn í landið og er nú í viðbragðsstöðu á Krím-skaganum. Framkvæmdastjóri úkraínska biblíufélagsins, Oleksandr Babiychuk segir í bréfi sínu til danska biblíufélagsins sem birt er á heimasíðu þess, http://www.bibelselskabet.dk, að flest fólk í Úkraínu hafi aldrei reynt annað eins. Nú býr það við erfiðar aðstæður, lifir með þá vitneskju að stríð geti skollið á hvenær sem er, að feður, eiginmenn og synir eigi á hættu að verða neyddir til að ganga í herinn til að berjast.

 

Við þessar kringumstæður hefur úkraínska biblíufélagið ásamt kristnum kirkjum í landinu unnið að hjálparstarfi, flutt boðskap um frið og kærleika, gefið mat, heita drykki og lyf handa fólkinu, reist tjöld, boðið upp á bænastundir og dreift Biblíum og smáritum til þeirra sem það vilja þiggja.

 

Þessir aðilar halda áfram að starfa úti á vettvangi og eru til staðar fyrir fólk, til samtals og til að veita stuðning. Framkvæmdastjóri biblíufélagsins í Úkraínu biður fyrir hönd allra kristinna manna í Úkraínu um fyrirbæn fyrir landinu þeirra, að kristnir menn sameinist um að biðja fyrir sátt á meðal fólksins og fyrir friðsamlegri lausn á núverandi ástandi.