Árið 2010 er sérstakt ár í sögu Biblíunnar í Þýskalandi en þá verða 300 ár liðin frá stofnun Biblíufélagsins í Canstein, sem er elsta biblíufélag sem enn er starfandi.
Það var stofnað af baróninum Carl Hildebrandt von Canstein í borginni Halle árið 1710. Markmið þess var að „sjá um útgáfu á Orði Guðs á viðráðanlegu verði fyrir fátæka til menntunar þeirra“. Vann félagið að þessu markmiði með því að fá ríkustu íbúa borgarinnar til að gefa fé til framleiðslu á næstum fimm milljón blýstöfum sem nauðsynlegir voru til að prenta Biblíuna. Prentun hennar hófst í lok þess árs og um árið 1800 höfðu meira en 2,7 milljón Biblíur og Nýja testamenti í þýðingu Mateins Lúters verið prentaðar.
Eftir að Þýskaland skipist í Austur og Vestur hluta eftir seinni heimsstyrjöldina hélt starfsemin áfram undir heitinu Canstein biblíustofnunin í Austur-Þýskalandi, en í Vestur-Þýskalandi var stofna nýtt félag, Þýska biblíufélagið. Canstein biblíustofnunin er ennþá með höfuðstöðvar sínar í Halle og auk þess með skrifstofur í Berlín og Dortmund, en Þýska biblíufélagið er staðsett í Stuttgart.