Knud Jacobsen hefur sagt biblíusögur í rösklega 20 ár og nú hefur hann einnig hjálpað kennurunum í Framhaldsskólanum í Drottningarlundi að koma á biblíusögutímum.
Knud Jacobsen man það glöggt, hvar Adam og Eva földu sig fyrir Guði. Í skrautjurtabeðinu í garðinum heima hjá Knud. Það er frásögum Biblíunnar að þakka að sagan um Adam og Evu er honum í svo fersku minni. Samkvæmt orðum Knuds eru það nefnilega frásögur Biblíunnar sem berast áfram og fá okkur til þess að muna sögurnar.
Frásögur Biblíunnar miðla kristinni trú
Það gladdi Knud Jacobsen mikið, þegar hann fékk að taka þátt í verkefni í Framhaldsskólanum í Drottningarlundi, þar sem hann átti að fræða kennarana um frásögur Biblíunnar. Í huga Knuds eru þær mikilvægt undirstöðuatriði kristindómsins.
„Við höfum þeirri skyldu að gegna að fara út og boða fagnaðarerindið. Við höfum þeirri skyldu að gegna að flytja boðskapinn áfram til næstu kynslóðar og það gerist í gegnum frásöguna. Þess vegna eru frásögur Biblíunnar svona mikilvægar.
Maður getur aðeins sagt sínar eigin sögur
Í huga Knuds eru tveir úrslitaþættir mikilvægastir fyrir biblíufrásöguna: 1) Þetta á að vera góð saga og 2) frásagan á að hafa Jesú í fyrirrúmi. Fyrir þrautreyndan sögumann eins og Knud, sem hefur sagt biblíusögur í röska tvo áratugi, er lítið mál að hrista góða sögu fram úr erminni. En kennararnir í Framhaldsskólanum í Drottningarlundi fundu bæði fyrir óöryggi, sem þurfti að sigrast á, og sköpunarkrafti, sem þurfti að laða fram.
Enda þótt Knud hefði fyrirfram unnið viðeigandi kennsluefni fyrir kennarana, með sögum, skýringaritum og myndum, var honum það mikið í mun, að kennararnir fengju innblástur til þess að segja sínar eigin sögur. Á sama hátt og um er að ræða úrslitaþætti fyrir biblíufrásögur, er sá galli á gjöf Njarðar að aðeins er hægt að segja sínar eigin sögur.
Þess vegna fólst stærsta verkefni Knuds í þessu samstarfi við framhaldsskólann að veita kennurunum innblástur til þess að þeir segðu sínar eigin biblíusögur og hjálpa þeim að komast til botns í framvindu sögunnar.
Velgengni
Eftir dvöl Knuds í framhaldsskólanum sögðu kennararnir biblíusögur á hverjum morgni í einn mánuð. Og það gekk vel. Knud segir frá:
„Frásagan gagntekur unga fólkið og kennararnir finna ekki lengur fyrir því óöryggi sem því getur fylgt að segja biblíusögur.“
Á döfinni er að Framhaldsskólinn í Drottningarlundi noti einnig biblíusögur í næsta nemendaárgangi. Þar að auki hefur framhaldsskólinn í hyggju að safna efni Knuds saman í greinasafn og dreifa því til annarra, sem vilja gjarnan spreyta sig á biblíufrásögum.
sjá nánar frétt á http://www.bibelselskabet.dk/nyheder/nyhedsoversigt/arkiv2017/bibelfortaelling