Í nýju glæpasögunni sinni, ELEKTRU, fjallar glæpasagnahöfundurinn Jakob Mellander um stór tilvistarleg málefni á borð við fjölskyldu, afbrýðisemi og missi.  Innblásturinn kemur úr biblíusögunni um Kain og Abel.

Þegar Hið danska biblíufélag hafði samband við hinn kunna glæpasagnahöfund Jakob Melander fyrir rétt rösku ári í því augnamiði að skrifa glæpasögu, innblásna af Biblíunni, hikaði hann í fyrstunni. Hann spurði sjálfan sig hvort það tæki því nú, þar sem hann var ekki trúaður. En hann varð strax hugfanginn af verkefninu eftir að hafa lesið kaflann í Biblíunni um Kaín og Abel og fljótlega var farið að leggja línurnar að sögu.

„Sagan af Kaín og Abel veitir innblástur og þetta er fyrsta drápið í Biblíunni, sem gerir þetta líka ennþá meira spennandi. Það að drepa sinn eigin bróður tekur út yfir allan þjófabálk, og þau efnistök vildi ég taka fyrir í skrifum mínum,“ segir hann.

Og í sögunni, þar sem mismunandi raddir sögumanna tala hver í kapp við aðra og tekin eru stökk í tíma og rúmi, mætum við ekki friðsamri fjölskyldu. Þvert á móti er sambandið þungbært, sérstaklega á milli móður og barna, og þegar rætt er um foreldra sem bregðast börnum sínum, er slíkt látið liggja í þagnargildi, að mati Jakobs Melander.

„Þar sem kærleikurinn ætti að ríkja innan einingar fjölskyldunnar, kemur hið gagnstæða fram. Slíkt er látið liggja í algjöru þagnargildi og mér þykir áhugavert að rannsaka það sem gerist, þegar kærleikur verður að hatri.

Hann bendir á, að manndráp á sér hvergi fordæmi. Það endurspeglar hann í bræðrapörunum þremur sem koma fyrir í bókinni. Andrés og Tómas, sem eru albræður og Yanni, sem er náinn vinur Jóhannesar og nafni. Og loks er það sagan um Andreas, en bróðir hans var drepinn við þjónustustörf.  Þessar þrjár aðskildu sögur endurspegla þrjú mismunandi viðhorf til sögunnar um Kain og Abel. En sögurnar eru ekki þær sömu og fjalla um bræðurna tvo í Biblíunni. Það eru fremur meginþættir, sem bæði meðvitað og ómeðvitað eru teknir með, útskýrir Jakob Melander.

Að mati Jakobs Melander hefur sagan að geyma miklu meira en sjálft manndrápið — þar á meðal afbrýðisemi, forboðnar ástir og erfiða valkosti. Handan nærumhverfisins, fjölskyldunnar, fléttast stjórnmálaástandið inn í alla söguna.

Biblíuna má nota aftur og aftur

Jakob Melander lítur svo á, að eðlilegt sé að sækja innblástur í Biblíuna. Hún er ótæmandi uppspretta nýrra sagna.

„Biblíuna hefur verið hægt að túlka og hugleiða í 2000 ár, og samt er ekki hægt að taka neitt sem sjálfgefið, þar sem hún gefur engin skýr svör. Maður verður sjálfur að hugsa og túlka hana,“ segir hann og bendir meðal annars á heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem skrifaði bókina Frygt og bæven (Uggur og ótti) um Abraham og Ísak.

„Hann beinlínis neyddist til þess að skrifa bók um það, því að það að fórna sínum eigin syni tekur svo gjörsamlega út yfir allan þjófabálk,“ segir Jakob Melander.

Hann hefur einnig fundið innblástur í fornleifafræðina í þeim köflum bókarinnar, þar sem Jóhannes, sem er nemi, segir frá. Hér erum við stödd í Aþenu árið 1973, á júntatímanum (1967-1974) þegar Grikkland var mótað af grimmilegum ofsóknum fjandmanna ríkisstjórnarinnar,

Í öðrum bókum sínum — hinum vinsæla glæpasagnaflokki um lögregluþjóninn Lars Winkler í Kaupmannahöfn, hefur Jakob Melander ekki leitað fanga í Biblíunni. En líkt og í Elektru hefur hann fengist bæði við fjölskyldu og stjórnmál.  Stóru málefnin í þeim litlu, eins og hann bendir á.

„Það hefur bæði verið skemmtilegt og hollt fyrir mig að skrifa eitthvað annað í þetta skiptið. Og efnistökin gilda um alla eilífð,“ segir hann.

Vantar þig góða glæpasögu fyrir haustið?

http://www.bibelselskabet.dk/Boghandel/Varekatalog/978-87-7523-820-0