Lífið í andanum
1 Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2 Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig[ frá lögmáli syndarinnar og dauðans. 3 Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju[ mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. 4 Þar með gat réttlætiskröfu lögmálsins orðið fullnægt hjá okkur sem andinn fær að leiða en ekki sjálfshyggjan.[ 5 Þau sem stjórnast af eigin hag[ hafa hugann við það sem hann krefst. En þau sem stjórnast af anda Guðs hafa hugann við það sem hann vill. 6 Sjálfshyggjan[ er dauði en hyggja andans líf og friður. 7 Sjálfshyggjan[ er fjandsamleg Guði og lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. 8 Þau sem lúta eigin hag[ geta ekki þóknast Guði.