Sálmur 130
1 Helgigönguljóð.
Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn,
2Drottinn, heyr þú raust mína,
lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína.
3Ef þú, Drottinn, gæfir gætur að misgjörðum,
Drottinn, hver fengi þá staðist?
4En hjá þér er fyrirgefning
svo að menn óttist þig.
5Ég vona á Drottin,
sál mín vonar,
hans orðs bíð ég.
6Meir en vökumenn morgun,
vökumenn morgun,
þráir sál mín Drottin.
7Ó, Ísrael, bíð þú Drottins
því að hjá Drottni er miskunn
og hjá honum er gnægð lausnar.
8Hann mun leysa Ísrael
frá öllum misgjörðum hans.
Sálmur 131
1 Helgigönguljóð. Eftir Davíð.
Drottinn, hjarta mitt er hvorki dramblátt
né augu mín hrokafull.
Ég færist ekki of mikið í fang,
fæst ekki við það sem er ofvaxið skilningi mínum.
2Sjá, ég hef róað og sefað sál mína.
Eins og lítið barn við brjóst móður sinnar,
svo er sál mín í mér.
3Vona á Drottin, Ísrael,
héðan í frá og að eilífu.