Biblíuprentsmiðja Hins brasilíska biblíufélags náði stórmerkum áfanga í september 2019, en þá hafði hún prentað 170 milljónir Biblía og Nýju testamenta.

Að jafnaði eru prentuð 23.000 eintök á dag. „Biblíuprentsmiðjan er ein sú stærsta í heimi sem eingöngu er helguð framleiðslu á Biblíum,“ að sögn Luis Forlim, framkvæmdastjóra Biblíuprentsmiðjunnar.

Prentsmiðjan hefur prentað Biblíur á rúmlega 30 tungumálum, þar á meðal portúgölsku, spænsku, ensku, frönsku og arabísku, og sent til allmargra landa og landsvæða.

Prentsmiðjan fær góðan stuðning frá félögum Hins bandaríska biblíufélags sem vilja breiða út ríki Guðs í Rómönsku Ameríku og út um allan heim.

Þýðing: Þorgils Hlynur Þorbergsson – https://news.americanbible.org/article/a-milestone-reached-in-brazil – Ljósmynd eftir Raphael Nogueira á Unsplash