Alþjóðlegi yfirmaðurinn Synne Garff hefur skrifað bók um sálgæslu út frá Biblíunni á meðal þeirra sem eru illa haldin af andlegum áföllum á átakasvæðum heimsins. Þetta er jafnframt persónuleg frásögn hennar um hennar eigin raun.
Margir Danir þekkja Synne Garff frá því að hún var dagskrárgerðarmaður hjá TV2 og Danmarks Radio. Samt vita fæstir, að á yngri árum íhugaði hún alvarlega að leggja stund á guðfræði og verða prestur. Fyrir nokkrum árum tókst hinum fimmtuga alþjóðayfirmanni hjá Hinu danska biblíufélagi í gegnum viðbótarnám í guðfræði að taka vígslu og hún var svo ráðin sem ólaunaður aðstoðarprestur við vesturströndina. Enginn vissi það annars fyrir. Foreldrar hennar voru engan veginn kirkjurækið fólk og í stað guðfræði valdi hún að leggja stund á ítölsku við háskólann. Samt kaus hún að giftast guðfræðingi. Hún tók einnig skírn upp úr tvítugu og ól fyrsta barnið sitt af fjórum.
Árið 2011 var hún ráðin til Biblíufélagsins eftir að hafa skrifað barnabiblíu og orðið gagntekin af biblíusögunum. Tveimur árum eftir ráðninguna var hún á ferð til Jórdaníu sem alþjóðlegur yfirmaður, þar sem úrslitin voru ráðin.
— Árið 2013 stóð flóttamannavandinn sem hæst og ég ferðaðist til Jórdaníu til þess að öðlast skilning á því, um hvað þetta snerist. Flóttafólkið kom frá Sýrlandi og Írak og ég var slegin yfir því að hitta fólk sem misst hafði svona hræðilega mikið.
Heltekin
Synne Garff komst síðar að því, að hún hafði orðið fyrir vægu áfalli við það að hlýða á þessar grimmilegu frásagnir. Hún leitaði því að einhverju, sem í fyrstunni gæti hjálpað þeim manneskjum, sem hún hafði hitt og gæti síðan hjálpað henni sjálfri.
Hin 148 biblíufélög heimsins hafa afar þéttriðið net og við þekkjumst tiltölulega vel. Þannig komst ég að því að til er kennsluefni sem nefnist biblíuleg sálgæsla, sem getur hjálpað þeim, sem orðið hafa fyrir áföllum, að endurheimta lífsþróttinn.
Í upphafi var alþjóðlegi yfirmaðurinn samt tortrygginn. Efnið, sem útbúið er af Bandaríkjamönnnum, sem búsettir eru í Afríku, hefur að geyma bæði sálfræði og guðfræði og notar frásagnir úr Biblíunni sem leið til þess að öðlast sálarró. Það hljómaði næstum því of vel til þess að geta verið satt.
— Þess vegna þurfti ég að skilja, hvernig slíkt fengi staðist. Stutta útskýringin er á þá leið, að það eru trúin og biblíusögurnar sem eiga sinn þátt í að breyta mannslífum til hins betra. Það gat ég ekki með nokkru móti skilið, en það vakti forvitni mína.
Samtímis þessu beindi hún athyglinni að sínu eigin áfalli til þess að komast að því, hvernig hún gæti unnið úr því. Þannig hafði þetta tvöfalt vægi, þótt hennar eigin saga sé aðeins lítið atriði í frásögninni.
— Umfram allt vildi ég í bókinni ljá rödd nokkrum örlagavöldum, sem ég hafði hitt á átakasvæðum, og ekki síst sýna, hvernig frásagan um líf Jesú, dauða og upprisu hefur átt sinn þátt í umritun frásögur þeirra. Það er nefnilega alveg dæmigert, þegar maður lendir í áfalli, að maður er settur í hlutverk fórnarlambsins. Hvernig sleppur maður undan því?
Synne Garff fékk tækifæri til þess að leggja stund á þessa aðferð í fangelsi í Nairobí í Keníu. Þetta er fangelsi fyrir konur sem brotið hafa af sér. Þarna var hún á samveru í biblíulegri sálgæslu og tók viðtöl við konurnar á eftir. Það sem einkenndi þær var að þær höfðu öðlast hugarró. Þær voru hluti af hóp og það var sterk samstaða í hópnum, sem utanaðkomandi prestur hafði myndað.
— Hvernig getur fólk rætt saman um nokkuð svo skelfilegt, sem maður hefur gert öðrum, eða gert hefur verið manni sjálfum? Í bókinni skrifa ég um hlutstæðan fund með konu, sem var uppfull af reiði vegna örlaga sinna, vegna þess að hún sat í fangelsi um óákveðinn tíma, og að börnin hennar voru alein úti í fátækrahverfinu. Alla þá mánuði sem hún tók þátt í samverunum, upplifði hún óskiljanlegan létti: Reiðin hvarf. Sögurnar um Jesú urðu lykillinn að túlkun hennar á heiminum. Þær gáfu henni nýjan kjark og hún upplifði Guð sem kærleiksríkt afl sem færði henni lífið á nýjan leik.
Sálmar tjá þjáninguna með orðum
Með hlutstæðum hætti samanstendur sálgæsla út frá Biblíunni af fimm til tíu samverum sem hver um sig varir í þrjár til fjórar klukkustundir. Í sérhvert sinn er gengið út frá einu tilfelli, sem hægt er að spegla sig í. Þar að auki ræðir allur hópurinn um efni út frá biblíutilvísunum og biblíusögum og síðan tvö og tvö saman. Svo er sálfræðsla um sorg og áföll, svo að maður verði betur að sér í því sem sækir á hugann. Kennslan fær mann til þess að íhuga fyrirgefninguna og sáttargjörðina.
Í leiðinni eru einnig ritaðir harmsálmar. Það eru einmitt harmsálmar Gamla testamentisins sem reynast vera þýðingarmestir í sorgarferlinu, því að þeir ljá þjáningunni mál, sem hægt er að spegla sig í. Þegar maður skrifar sjálfur harmsálm, má tjá það, sem veldur sorg, með orðum.
— Það er ekki nýtt að setja hugrenningar sínar á blað í þeirri viðleitni að ná stjórn á óreiðu. Það nýta sálfræðingar sér einnig. En að taka harmsálma með er öðruvísi og það skilar sínu, útskýrir Synne Garff.
— Margir danskir sálfræðingar og geðlæknar taka ekki trúna með í meðferð sinni. Og hér er mikilvægt að hafa hugfast, að sálgæsla út frá Biblíunni kemur ekki í staðinn fyrir sálfræðinga og geðlækna, heldur til viðbótar, á vissan hátt stækkaður sorgarhópur. Reynslan sýnir, að komist maður inn í frásögur Biblíunnar og rými trúarinnar, þá getur ýmislegt gerst, sem menn hafa ekki talið gerlegt. Það má heimfæra þær.
Synne Garff varð svo hrifin af aðferðinni og tilefni hennar til þess að koma á breytingum, að hún menntaði sig sem kennara í biblíulegri sálgæslu.
— Aðferðin gerir ráð fyrir því að maður búi yfir trúaráru og hér kemur fram, að hjá langflestum, sem lenda í áföllum, brjótast trúarlegu spurningarnar fram. Aðferðin er sniðin að hinum kristnu og hefur hljómgrunn í Biblíunni. En ég veit, að múslimar sýna því áhuga, sem aðferðin hefur fram að færa.
Samtalið er mikilvægt
Synne Garff hefur reynt það sjálf, að þvertrúarlegir fundir séu afar dýrmætir, því að kristnir söfnuðir á mörgum átakasvæðum eru oft í minnihluta. Þess vegna er mikilvægt að koma á samtölum við önnur trúfélög og í víðara samhengi er einnig mikilvægt að sýna fram á, að trúarbrögð geta átt sinn þátt í að leita lausna, sérstaklega á tímum, þar sem trúnni er kennt um hið gagnstæða.
Eftir fundinn með föngunum í Nairobí hélt hún áfram að ferðast um og uppgötva heiminn sem lið í því að skoða efnið í biblíulegri sálgæslu hjá HIV-smituðum í Svasílandi, á áfallaráðstefnum, á meðal flóttamanna í Líbanon og Úganda og hjá leiðtogum kirkjunnar.
Einn kostanna við efnið, að það er skýrt, samþjappað með fáum samverum. Það þýðir ekki að allt komist í samt lag. En það getur gert sitt til þess að tjá með orðum hræðilega lífsreynslu sem annars tærir sálirnar. Og samfélag safnaðarins lífgar upp á og veitir traust á, að það sem maður getur ekki sjálfur afborið, getur maður lagt í hendur Guðs.
Æ ofan í æ hefur Synne Garff séð menn upplifa, að Guð er með þeim í þjáningum. Meðal annars þess vegna kaus hún að nefna bók sína Når Gud bøjer sig (Þegar Guð beygir sig).
— Ég vil gefa rödd því berskjaldaða fólki, sem hefur hlotið þessa reynslu, sem veitir líf, í þeirri von, að hún geti veitt öðrum innblástur og minnkað fordóma lesandans gagnvart hinu trúarlega.
Í tengslum við rannsóknir hennar á biblíulegri sálgæslu hafa verið haldin námskeið fyrir danska presta og Biblíugfélagið hefur útbúið þemasíðu á heimasíðu sinni, sem fjallar um aðferðina. Áhuginn á öllu þessu er mikill og nú síðast hefur sálfræðingur með eigin rekstur tekið þessa menntun. Ég hef skrifað þessa bók í fjölmörg og hefði eiginlega helst viljað einblína á sögur annarra. Það tekur á og rýfur persónumörk að greina frá sínum eigin trúarupplifunum, en ég verð samt að viðurkenna, að aðferðin hefur haft áhrif á mig og ég hef unnið mig út úr þessu væga áfalli sem ég varð fyrir í Jórdaníu, sem Synne Garff og bætir við:
— Milljónir manna hafa orðið fyrir áfalli. Þörfin fyrir umhyggju er gríðarleg. Engin áfallameðferð getur nokkru sinni afmáð minninguna um hið hræðilega, því að maður er mótaður fyrir lífstíð af hinum grimma missi. Biblíuleg sálgæsla er enginn kraftaverkakúr, en trúar- og lífsreynslu má flétta saman og hún hjálpar til við að horfa inn í sjálfa(n) sig og breyta sér. Frásagnir Biblíunnar geta gert sitt til þess að endurleysa fólkið og frelsa það. Ekki aðeins úti í heimi, heldur einnig einmitt hér í Danmörku (og á Íslandi).
Viðtalið við Synne Garff er upphaflega prentað í Menighedsrådets Blad, nr. 7/2018.
Íslenska þýðingu vann Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur