Um miðjan ágústmánuð leituðu Biblíufélagið og Kristniboðssambandið til velunnara um aðstoð við kaup á Biblíum fyrir Pókot-samfélagið í Kenía. Íslendingar hafa komið að og stutt við kristniboð og hjálparstarf í Pókot-héraði á landamærum Kenía og Úganda síðan 1978. Helstu verkefni Kristniboðssambandsins allra síðustu ár hafa falist í aðstoð við fræðslunámskeið fyrir prédikara og sunnudagaskólakennara.
Viðbrögðin hafa verið mjög góð og 1. september höfðu safnast 418.350 krónur sem mun nýtast til að kaupa 363 Biblíur. Enn er hægt að styrkja við verkefnið og fá frekari upplýsingar á vefslóðinni www.biblian.is/pokot.