Þegar hann kallaði hungur yfir landið,
svipti þá öllum birgðum brauðs,
sendi hann mann á undan þeim.
Jósef var seldur sem þræll,
þeir særðu fætur hans með fjötrum,
settu háls hans í járn
þar til orð hans rættust
og orð Drottins sönnuðu mál hans.
Konungur sendi boð og lét leysa hann,
drottnari þjóðanna leysti fjötra hans,
gerði hann herra húss síns
og stjórnanda allra eigna sinna
svo að hann gæti leiðbeint hirðmönnum að vild
og kennt öldungum hans speki.
Ísrael kom til Egyptalands,
Jakob varð gestur í landi Kams.
Drottinn jók stórum frjósemi lýðs síns,
gerði hann fjölmennari en fjandmenn hans.
Hann sneri hjarta Egypta til haturs á lýð sínum,
til lævísi gegn þjónum sínum.