Á liðnu ári (2024) voru 150 milljón Biblíurit gefin eða seld um allan heim, ýmist af Biblíufélögum eða í samstarfi við Biblíufélög innan Sameinuðu biblíufélaganna.

Biblían í heild var gefin eða seld í 22,5 milljón eintökum, þá var 8,6 milljón Nýja testamenta dreift og um 119 milljónir eintaka af einstökum hlutum Biblíunnar. Á sama tíma var Biblíutextum frá Biblíufélögum hlaðið niður á rafrænu formi um 26 milljón sinnum. Þá voru 28,3 milljarðar Biblíukafla lesnir á vefnum og auk þess var hlustað á einstaka Biblíukafla 1.300 milljón sinnum.

Á síðasta áratug hafa aðilar að Sameinuðu biblíufélögunum gefið eða selt 2,6 milljarða Biblíutexta, þar af 276,9 milljón Biblíur í heild.

(Mynd frá Sameinuðu biblíufélögunum).