Í fyrsta sinn í sögunni hafa meira en 6,1 milljarðar einstaklinga aðgengi að Biblíunni í heild á þeirra eigin hjartamáli. Þetta er mikilvægt skref í átt að þýðingarmarkmiðum Sameinuðu biblíufélaganna (UBS) að Biblían sé aðgengileg öllu mankyni.

Á árinu 2024 var lokið við Biblíuþýðingar á 105 tungumálum sem eru töluð af 580 milljónum einstaklinga.

Táknmynd með tölulegum upplýsingum um þýðingar. Tölurnar eru endurteknar í texta fréttarinnar.
  • 74 tungumál fengu sína fyrstu þýðingu á Biblíutexta. Þar af voru 13 táknmál. Þessar 74 mál eru töluð/táknuð af 100 milljónum.
  • 32 tungumál og samfélög fengu nýjar eða endurskoðaðar þýðingar, sem nýtast 480 milljónum.
  • Rafrænt Biblíusafn Sameinuðu biblíufélaganna inniheldur Biblíuþýðingar á á 2,250 tungumálum, sem opnar ný tækifæri þegar kemur að stafrænu aðgengi að orði Guðs.

Þrátt fyrir frábæran árangur, þá eru mörg verkefni framundan. Biblían í heild eða hluta er til á 52% tungu- og táknmála heimsins. En það þýðir að 48% tungu- og táknmála hafa enga Biblíuþýðingu. Mörg tungu- og táknmál sem hafa enga Biblíuþýðingu eru notuð af mjög litlum samfélögum, og sum þessara mála eru að hverfa. Metnaður Biblíufélaga felst ekki aðeins í þýðingum til að útbreiða orð Guðs, heldur skilja Biblíufélög mikilvægi þess að vernda og varðveita tungumál.

Sameinuðu biblíufélögin eru vettvangur 155 Biblíufélaga sem starfa í 240 löndum og sjálfstjórnarsvæðum. Biblíufélögin eru vettvangur kirkna, tungumálafræðinga og styrktaraðila sem leitast við að gera Biblíuna aðgengilega öllum. Sameinuðu biblíufélögin leggja áherslu á þróun þýðingaraðferða, nýsköpun, stafræn verkefni og stuðning við tákn- og tungumálasamfélög sem eiga undir högg að sækja. Markmiðið er að ekkert málsamfélag verði skilið eftir.

Ljósmynd með frétt: Cham samfélagið í Víetnam fögnuðu útkomu Nýja testamentisins á Cham í mars 2024. Ljósmyndari: Quan Phan (United Bible Societies)