Í Seltjarnarneskirkju er um þessar mundir stórfróðleg Biblíusýning. Ólafur Sigurðsson, sonur Sigurðar Pálssonar vígslubiskups, og fyrrum varafréttastjóri á RUV, opnaði Biblíusýninguna, sem stendur uppi í kirkjunni til októberloka.

Ólafur Egilsson í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju bendir á í viðtali við vefinn kirkjan.is að: „Þetta er stórfróðleg sýning og einstakt tækifæri að á einum stað megi sjá allar ellefu útgáfur Biblíunnar frá því að Guðbrandur biskup Þorláksson á Hólum gaf út þá fyrstu árið 1584.“

Ólafur nefnir einnig í viðtalinu að „að Íslendingar hafi verið ein af ekki fleiri en um það bil 20 þjóðum sem fyrstar fengu Biblíuna þýdda á eigin þjóðtungu.“

Biblíufélagið tekur undir með Ólafi Egilssyni og hvetur alla til að heimsækja Seltjarnarneskirkju að skoða þessa einstöku sýningu. Hægt er að hafa samband við kirkjuna í símum 561-1550  eða 896-7800 til að bóka skoðun fyrir hópa.

Mynd: Guðbrandsbiblía (af vefnum kirkjan.is)