Samkvæmt lögum Hins íslenska biblíufélags er Biskup Íslands forseti félagsins. Frú Agnes M. Sigurðardóttir mun láta af störfum sem Biskup Íslands í lok ágúst á þessu ári. Í dag bárust þær gleðifregnir að séra Guðrún Karls Helgudóttir sé réttkjörinn næsti Biskup Íslands.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til biskupsþjónustu í guðsþjónustu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september n.k.
Hið íslenska biblíufélag óskar séra Guðrúnu alls hins besta í nýjum verkefnum og við vitum að félagið mun halda áfram að vaxa og dafna undir hennar forystu.