Einn miðlar öðrum af örlæti og eignast æ meira,
annar heldur í meira en rétt er og verður þó enn snauðari.
Örlátur maður hlýtur ríkulega umbun
og sá sem gefur öðrum að drekka fær þorsta sínum svalað.
Fólkið formælir þeim sem heldur í kornið
en blessun kemur yfir þann sem býður það falt.
Sá sem leitar góðs leitar velþóknunar
en sá sem sækist eftir illu verður fyrir því.
Sá fellur sem treystir á auð sinn
en hinir réttlátu þrífast sem trjálauf.
Sá sem spillir heimili sínu mun erfa vindinn
en heimskinginn verður þræll hins vitra.
Ávöxtur réttlætisins er lífstré
og hinn vitri eignast hylli manna.
Fái hinn réttláti endurgjald hér á jörðu,
hvað þá um hinn rangláta og syndarann?