Ávítur fá meira á hygginn mann
en hundrað högg á heimskingja.
Illvirkinn hyggur á uppreisn
en óvæginn sendiboði verður sendur gegn honum.
Betra er að mæta birnu sem svipt er húnum sínum
en heimskingja í flónsku hans.
Launi maður gott með illu
víkur ógæfan aldrei frá húsi hans.
Þegar deila kviknar er sem tekin sé úr stífla,
láttu hana því niður falla áður en sennan hefst.
Að sýkna sekan og sakfella saklausan,
hvort tveggja er Drottni andstyggð.
Hvað stoða peningar í hendi heimskingjans
til þess að kaupa speki þar sem vitið er ekkert?
Vinur lætur aldrei af vináttu sinni,
í andstreymi reynist hann sem bróðir.
Fávís er sá sem handsalar fyrir náunga sinn
og gengur í ábyrgð fyrir hann.