Betri er þurr brauðbiti í næði
en veisla í húsi fullu af deilum.
Hygginn þræll mun drottna yfir spilltum syni
og taka erfðahlut með bræðrunum.
Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið
en Drottinn prófar hjörtun.
Illmennið ljær illmælginni eyra,
lygarinn hlýðir á róginn.
Sá sem hæðir fátækling óvirðir skapara hans,
sá sem hlakkar yfir ógæfu mun svara til saka.
Barnabörnin eru kóróna öldunganna
og foreldrarnir eru sæmd barnanna.
Ekki hæfa heimskum manni stóryrði
og lygin hæfir enn síður göfugum manni.
Mútan er sem töfragripur þeim er hana þiggur,
hvarvetna kemur hann sínu fram.
Sá sem breiðir yfir bresti annars leitar vinfengis
en sá sem bregst trúnaði veldur vinaskilnaði.