Hjálpa mér, ó Guð,
því að vötnin ná mér upp að hálsi.
Ég er sokkinn í botnlausa leðju
og hef enga fótfestu.
Ég er kominn út á djúpið
og bylgjurnar ganga yfir mig.
Ég hef hrópað mig þreyttan,
með brunasviða í kverkunum,
augu mín eru döpruð orðin
af að þreyja eftir Guði mínum.
Fleiri en hárin á höfði mér
eru þeir er hata mig að ástæðulausu.
Þeir sem vilja tortíma eru voldugir,
óvinir mínir án saka.
Ég hef orðið að skila því sem ég rændi ekki.
Þú, Guð, þekkir heimsku mína
og sakir mínar dyljast þér eigi.
Lát eigi þá er vona á þig
verða til skammar mín vegna,
ó, Drottinn, Drottinn hersveitanna.
Lát eigi þá er leita þín
verða til minnkunar mín vegna,
þú Guð Ísraels.