Náðu sáttum við Guð og lifðu í friði.
Þá hlýturðu velgengni.
Þiggðu ráð úr munni hans,
leggðu þér orð hans á hjarta.
Snúirðu þér til Hins almáttka og auðmýkir þig,
haldir rangindum frá tjaldi þínu,
varpir skíragulli í duftið
og Ófírgulli í lækjarmölina,
verður Hinn almáttki þér skíragull
og skínandi silfur,
þá muntu gleðjast yfir Hinum almáttka
og hefja auglit þitt til Guðs.
Biðjir þú til hans bænheyrir hann þig
og þú munt standa við heit þín.
Áform þín munu heppnast
og birta ljóma á vegum þínum.
Þú kallar niðurlægða hrokagikki
en Guð hjálpar auðmjúkum.
Hann bjargar saklausum,
vegna hreinna handa þinna bjargast hann.