Hneig eyra þitt og hlusta á orð hinna vitru,
veit fræðslu minni athygli.
Gott er að þú geymir þau í brjósti þér,
að þau verði sífellt á vörum þér.
Til þess að traust þitt sé á Drottni
fræði ég þig í dag, já, þig.
Hef ég ekki ritað þér þrjátíu sinnum
heilræði og fræðslu,
til þess að gera þér ljósan sannleika, sannleiksorð,
svo að þú flytjir þeim áreiðanleg orð er senda þig?