Um miðjan október verður Heimsþing Sameinuðu biblíufélaganna haldið í Hollandi. Þingið er haldið á 5-8 ára fresti en þar koma saman forsetar og framkvæmdastjórar biblíufélaga frá öllum heimshornum en Sameinuðu biblíufélögin er samstarfsverkefni biblíufélaga sem hafa starfsemi í 240 löndum og sjálfstjórnarsvæðum. Síðasta heimsþing var haldið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum árið 2016.

Meðal þess sem verður tekið fyrir á heimsþinginu er þróun á stafrænni miðlun Biblíunnar, þjónusta við málsamfélög innflytjenda, hvernig auka má aðgengi að Biblíunni og framtíðarstefna í þýðingarmálum á heimsvísu. Halldór Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags mun sitja þingið fyrir hönd Íslands.

Ljósmynd af þingfulltrúum heimsþingsins í Fíladelfía 2016.