Biblíufélagið hefur gefið út tvenns konar altarisbiblíur. Bækurnar eru hannaðar með það í huga að vera notaðar í helgihaldi safnaða og eru því með stórum og læsilegum texta, en jafnframt léttar miðað við stærð. Biblíurnar henta einnig þeim sem vilja Biblíu með mjög stóru letri. Þær hafa fjóra lesborða og koma út í mjög takmörkuðu upplagi.

Fyrst um sinn verður einvörðungu hægt að kaupa altarisbiblíur í vefverslun Biblíufélagsins, www.biblian.is/verslun og hjá Kirkjuhúsinu-Skálholtsútgáfu.

Altarisbiblía rauð í stærðinni 24x32 sm.

Ódýrari útgáfan er með hefðbundna dumbrauða (burgundy) bókakápu og án gyllingar á blaðsíðuendum. Bókin er hönnuð með það í huga að vera notuð í helgihaldi safnaða og er því með stórum og læsilegum texta, en jafnframt létt miðað við stærð. Biblían hefur fjóra lesborða og kemur út í mjög takmörkuðu upplagi.

Altarisbiblían (harðspjalda – rauð) – 24×32 sm | Verslun Biblíufélagsins (biblian.is)

Altarisbiblía svört í leðurkápu í stærðinni 24x32 sm.

Dýrari útgáfan er með kápu úr endurunnu leðri og vandaðri gyllingu á blaðsíðuendum. Bókin er hönnuð með það í huga að vera notuð í helgihaldi safnaða. Hún er létt miðað við stærð og með stórum og læsilegum texta. Biblían hefur fjóra lesborða og kemur út í mjög takmörkuðu upplagi.

Altarisbiblían (harðspjalda – svört endurunnið leður) – 24×32 sm | Verslun Biblíufélagsins (biblian.is)