Job svaraði Drottni og sagði:
Nú skil ég að þú getur allt,
ekkert, sem þú vilt, er þér um megn.
Hver myrkvar ráðsályktunina án þekkingar?
Ég hef talað af skilningsleysi
um undursamleg kraftaverk.
Hlustaðu, nú ætla ég að tala,
ég ætla að spyrja, þú skalt svara.
Ég þekkti þig af afspurn
en nú hefur auga mitt litið þig.
Þess vegna tek ég orð mín aftur
og iðrast í dufti og ösku.