Hið íslenska biblíufélag er almannaheillafélag og stuðningur við félagið er frádráttarbær að hluta frá skatti. Um er að ræða nýjung sem var tekin upp með lögum 32/2021. Strax og lögin tóku gildi gerði Biblíufélagið ráðstafanir til að skrá félagið hjá skattinum sem gekk eftir á fyrstu mánuðum ársins 2022.
Vegna mistaka við árlega endurnýjun skráningar féll Biblíufélagið af skránni í upphafi árs 2023 en það uppgötvaðist ekki fyrr en í lok apríl. Unnið hefur verið að því að leiðrétta þessi mistök síðan þá. Því miður þýðir þetta að styrkir til félagsins sem voru veittir frá 1. janúar – 2. maí 2023 eru ekki frádráttarbærir. Við hjá Biblíufélaginu biðjum velunnara okkar innilegrar afsökunar á þessum mistökum og höfum gert ráðstafanir til að þetta endurtaki sig ekki.
Með vinsemd og virðingu,
Halldór Elías Guðmundsson
Framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags