Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður haldinn í Herkastala Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, mánudaginn 24. apríl n.k. klukkan 17:15.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Um aðalfund segir í lögum félagsins:
Aðalfundur skal haldinn fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Þá skal stjórnin gefa skýrslu um störf sín og leggja fram endurskoðaðan ársreikning sem borinn skal upp til samþykktar.
Kosin skal stjórn leynilegri kosningu, tveir menn hverju sinni, 1 prestur eða guðfræðingur og 1 annar, og er kjörtímabil þeirra 4 ár. Þá skulu kosnir tveir skoðunarmenn félagsreikninga til eins árs í senn. Endurkosning er heimil en þó má enginn sitja lengur en 3 kjörtímabil í senn. Launaðir starfsmenn félagsins eru ekki kjörgengir.
Til aðalfundar skal boðað með mánaðar fyrirvara hið minnsta með tilkynningu í dagblöðum og á heimasíðu félagsins og skal fundarefnis getið. Til félagsfunda skal boðað á sama hátt en með tveggja vikna fyrirvara.
Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund. Endurskoðaður reikningur félagsins skal liggja frammi viku fyrir aðalfund, svo og tillögur til lagabreytinga sé um þær að ræða.
Stjórn Hins íslenska biblíufélags