Klappið saman lófum, allar þjóðir,
fagnið fyrir Guði með gleðiópi
því að Drottinn, Hinn hæsti, er ógurlegur,
voldugur konungur yfir allri jörðinni.
Hann leggur undir oss lýði
og þjóðir fyrir fætur vora.
Hann valdi erfðaland oss til handa,
stolt Jakobs, sem hann elskar. (Sela)
Guð er upp stiginn með fagnaðarópi,
við lúðurhljóm er Drottinn upp stiginn.
Syngið Guði, syngið,
syngið konungi vorum lof, syngið,
því að Guð er konungur yfir allri jörðinni,
syngið honum lofsöng.
Guð er konungur yfir þjóðunum,
Guð situr í sínu heilaga hásæti.
Leiðtogar þjóðanna safnast saman
ásamt lýð Abrahams Guðs
því að Guðs eru skildirnir á jörðu,
hann er hátt upp hafinn.