Biblíuþýðingar á ný tungumál eru stórvirki og taka oft áratugi. Biblíufélagið í Nígeríu setti nýtt þýðingarmet á liðnu ári, en þýðing Biblíunnar í heild á Okun málið tók aðeins fimm ár, sem var bætting á fyrra meti, þýðingu á Igala sem hafði tekið 11 ár.

Þróun í hugbúnaði sem notaður er við þýðingar, ásamt tækifærum til að vinna saman með stór skjöl á netinu, hefur einfaldað samstarf þýðingarnefnda á liðnum árum. Þannig geta þýðendur ráðfært sig hvor við annan á mun skjótari hátt en áður var hægt. Af þessum sökum hafa Sameiginlegu Biblíufélögin sett aukin kraft í Biblíuþýðingar á næstu árum, og á árinu 2018 var ákveðið að setja markmið um að ljúka 1200 Biblíuþýðingum fyrir árið 2038. Af þessum 1200, yrðu 880 fyrstu þýðingar á viðkomandi tungumál, en 320 yrðu nýþýðingar eða endurskoðanir á eldri þýðingum.

Nú þegar hefur 133 þýðingum verið lokið, 333 eru í vinnslu en 734 eru ekki hafnar.

Alexander M. Schweitzer, yfirmaður Biblíuþýðinga hjá Sameinuðu Biblíufélögunum bendir á að vinnan og sérfræðiþekkingin sé sú sama, hvort sem þýtt er á tungumál sem er talað af milljónum eða einungis fáeinum þúsundum. Sameinuðu Biblíufélögin hafi vissulega þurft að glíma við fjölþættar afleiðingar COVID, en verkefnið haldi áfram. Markmiðið sé óbreytt.