Nú í febrúar tók Górilla vöruhús að sér að hýsa vörulager Biblíufélagsins og annast umsjón með dreifingu á Biblíum til einstaklinga, verslana og félagasamtaka. Górilla vöruhús þjónustar yfir 70 netverslanir og heildsölur. Hugmyndafræði Górillu Vöruhúss er að með sameiginlegu vöruhúsi, starfsfólki, bílum og fyrsta flokks tækni sé hægt að veita viðskiptavinum þessara rúmlega 90 viðskiptavina betri þjónustu en ef viðskiptavinir sjá um eigið vöruhús, um leið og rekstrarkostnaður lækkar til muna.

Þjónustan er hönnuð að þörfum viðskiptavina og í tilfelli Biblíufélagsins hefst þjónustan með tvenns konar pöntunarferli. Annars vegar í gegnum netverslunina á biblian.is/verslun, þegar gengið hefur verið frá greiðslu á Biblíu(m) er pöntunin send sjálfvirkt í bókunarkerfi Górilla vöruhúss. Starfsfólk vöruhúsins sækir vöruna í hillu, merkir hana sendingarleið og skráir pakkann tilbúin og upp úr hádegi er varan send úr vöruhúsinu. Um leið og pakkinn fer úr húsi, sendir bókhaldskerfi Biblíufélagsins reikning fyrir viðskiptunum til kaupanda.

Hin pöntunarleiðin er fyrir stærri pantanir. Þá sendir kaupandi magnpöntun á netfangið pantanir@biblian.is. Starfsmaður Biblíufélagsins yfirfer pöntunina, skráir í kerfi Górilla vöruhús og útbýr reikning handvirkt. Þá tekur við sama ferli og áður, starfsfólk Górilla sækir vöruna í hillu, merkir sendingarleið og skráir pakkann tilbúin.

Í flestum tilfellum tekur 1-2 virka daga fyrir pantanir úr netversluninni að skila sér til kaupanda, en stærri pantanir geta tekið 3-4 virka daga. Vöruhúsið afgreiðir að öðru jöfnu ekki sendingar um helgar.

Boðið er upp á tveir meginsendingarleiðir. Hægt er að fá Biblíur sendar á afhendingarstaði DROPP um land allt og á suðvesturhorninu er hægt að fá heimsendingu að kvöldi með DROPP. Stærri pantanir er hægt að senda heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu á dagtíma og með Flytjanda á landsbyggðina. Á þeim svæðum þar sem DROPP er ekki með afhendingarstaði, er hægt að senda tölvupóst á pantanir@biblian.is og Biblíufélagið kemur pakkanum til viðskiptavina með Flytjanda.

Vefverslun Biblíufélagsins býður ekki upp á að senda Biblíur erlendis. Verið er að skoða mögulegar lausnir á því. Þar til við finnum út úr því þá er rétt að nefna að Þýska Biblíufélagið hefur íslenskar Biblíur til sölu á söluvef sínum, Isländische Bibel | Die Bibel (die-bibel.de), og geta sent um allan heim.

Biblíufélagið er þakklátt fyrir frábært samstarf við Górilla vöruhús hingað til og væntir mikils af samstarfinu til framtíðar.